Fréttir berast með reglulegu millibili af fiskvinnslufyrirtækjum í landi sem eru að leggja upp laupana. Betur virðist ganga í veiðiútgerðinni þrátt fyrir óhagstætt gjaldeyrisgengi. Talað er um að dollarinn sé allt að 30% of lár miðað við eðlilegt gengi. Hætt er við að "eðlilegt" gengi myndi bitna af fullum þunga á heimilunum í landinu. Eins og bensínverð sé ekki nógu hátt fyrir!
En er það þjóðhagslega hagkvæmt að fullvinnsla sjávarafurða í landi leggist af? Ég held að þeir séu afar fáir sem vilja að byggðir leggist af á landsbyggðinni, en hverju er almenningur tilbúin að fórna? Er almenningur einhverju að fórna? Ég held að afkoma ríkissjóðs verði að vera einhverskonar mælikvarði. Þar gæti "less jafnvel verið more". Það virðist augljóst og rökrétt að aðal atvinnugreinin í sjávarþorpi sé fiskvinnsla. Ýmsir hafa verið duglegir að benda á "eitthvað annað" í gegnum tíðina. Það væri flott ef þeir gætu komið með það í hvelli.
Aflaverðmæti skipa hefur aukist um 10,6% milli ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Það skemmtilega við "ráðgefandi kosningar"
- OU Definition | Investopedia
- WOCU skoða
- TÍSKA : DIOR Men forsýnir haustið 2025
- x
- Trump er bóndi, skapari, hann horfir fram á við, gera meira, með minni tilkostnaði, samanber Buckminster Fuller. Viss hugsun í okkur horfir til baka, og vill leysa málefnin með skortin að leiðarljósi, ekki nóg til handa öllum, rangt Buckminster Fuller.
- n
- Einhver reikni út, hvað marga verðtryggða dollara mælt í nú dollurum, er búið að setja í þá ca. 700 þúsund Palentíska flóttamenn frá 1948, og hvað það hefur kostað á mann. Það að skilja vandamálið er forsenda fyrir lausn á því.
- Hvað er þetta?
- Show All Pluviculture Cloud Seeding Geoengineering Space Weather
Athugasemdir
Heill og sæll, Gunnar Th. !
Það er ekkert; sem segir, að þetta ástand, sem nú er ríkjandi, í sjávarútvegi, eigi að vera eitthvert náttúrulögmál. Núverandi ráðherra; þessa málaflokks, Einar Kr. Guðfinnsson, er einungis einn fjölmargra, hverjir; undir borgríkis pólitík Reykvízkra, vinnur, leynt og ljóst að niðurslagi landsbyggðarinnar. Þetta er hverjum manni augljóst, Gunnar.
Aðferðafræði flónanna; á Hafrannsóknastofnun er með þvílíkum eindæmum, að maður skammast sín, fyrir að vera skyldur Jóhanni Sigurjónssyni forstöðumanni, hver; taktu eftir Gunnar;; hlustar ekki á rök sjómanna og skipstjórnarmanna, í hverju málinu, á fætur öðru. Gildir þá einu, hvort um þorsksslóð er að ræða, eða þá humars.
Í sem stystu máli. Þá er núverandi kvótakerfi grímulaus atlaga, að byggðum landsins, það má vera hverjum sæmilega upplýstum manni augljóst. Hverjum er verið að hygla ? Þú gætir; sem ég og fleirri spurt þeirrar spurningar, Gunnar minn. Kannski bygginga brjálæðis verktökunum, á Reykjavíkursvæðinu, hverjir þurfa jú, að losna við færibandaframleiðslu sína, jú; er þá ekki alveg eins gott, að fylla tómar íbúðir syðra, með því fólki, hvert hrekst, frá sínum heimahögum, víðs vegar, af landsbyggðinni, sökum tilræðis, flónsins úr Bolungarvík, og hans nóta ?
Manni getur nú runnið í skap, Gunnar minn, eins og þú sérð víða; á minni síðu, þá þú gluggar í hana.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 11:15
Takk fyrir þitt innlegg Óskar Helgi. Þú kemur alltaf með athyglisvert sjónarhorn á hlutina, þó ég sé ekki alltaf sammála. En snýst þetta ekki að lokum um hagsmunir heildarinnar fram yfir minnihlutahópa? Byrjið að reikna!
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2007 kl. 12:43
Hvers vegna að vera halda úti líflausum byggðum um allt land ? Loka þeim plássum sem ekki eru að bera sig og efla hin sem eitthvað líf er í. Ágætt að gera þessi steindauðu pláss að áhugaverðri sumarparadís fyrir okkur á SV-horninu svona til aðkomast aðeins úr mesta skarkalanum. Þetta er ekkert nema byrði á þjóðinni að vera halda úti gjörsamlega líflausum plássum, og ekki nokkrum manni til þroska né hagsbóta.
kv. Arnar
Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 13:30
Já, það yrði ljótt ef einu byggðirnar sem eitthvert líf er í, væru "stóryðjubyggðir". Þá er ég hræddur um að einhverjir verða óhamingjusamir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2007 kl. 13:36
Hafa bara kraga í kringum sv- hornið og loka öðru, opna á sumrin og fyrir sérvitringa á veturna án þess að ríkið borgi krónu af þeim dittum..
Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 14:22
Heill og sæll, sem fyrr Gunnar Th. !
Hygg; að Arnar Ævarsson sé verulega spaugsamur maður; og vilji lyfta okkur upp, með glaðværð, núna í byrjum skammdegis. Að öðrum kosti hlýtur hann, að vera uppalinn, í bómullarfóðruðu og altumvefjandi vernd; sem gerilsneyddu umhverfi Reykjavíkur og nágrennis, hvar skólabörn eru löngu hætt, að þekkja mun á þorski og keilu, hvað þá lambhrút og veturgömlum griðungi.
Arnar mætti gjarnan; ígrunda, hverjir það voru, sem byggðu upp Reykjavík á sinni tíð, eða allt frá tímum Innréttinga Skúla fógeta, og til dagsins í dag, þ.e. hörkuduglegt fólk, víðs vegar að, af landbyggðinni.
Mbk., sem fyrr / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 21:01
Arnar er af vestfirskum og finnskum genum kominn. Maður hefði haldið að eitthvað væri í slíka blöndu spunnið. Bæði þjóðarbrot hafa í sér töluverða hörku og seiglu. En Arnar, sem löngum hefur alið manninn undir pilsfaldi finnskrar móður sinnar, er gjörsneiddur slíkum mannkostum. Hann hefur alltaf þótt frekar linur, en þó vantar ekki í hann kokhreystið. Við sem þekkjum hann best, segjum stundum : "Er nú vaðallinn byrjaður?", en það segjum við þegar Arnar lætur gamminn geisa og enginn kemst að fyrir vaðlinum í honum. Hann getur þvaðrað háværum rómi um ekki neitt, en af miklum sannfæringarkrafti. Margir láta blekkjast um stundarsakir og sumir reyndar ótrúlega lengi. Þegar augun opnast fyrir fólki, um hvern mann Arnar hefur að geyma, þá fallast fólki hendur. "Hvernig er þetta hægt?".
Nei, nei, smá grín hjá mér. Haltu þig hægan Arnar, annars segi ég að ég meini þetta
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2007 kl. 21:56
Það átti að standa þarna "sem löngum ól manninn undir pilsfaldi...." Hann er löngu hættur því, enda að nálgast fimmtugs aldurinn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2007 kl. 22:04
Þess má geta að Ólafur Thors var eitt sinn sakaður um á framboðsfundi, að þekkja ekki mun á þorski og ýsu, af andstæðingi sínum. Þá sagði Ólafur: "Það getur vel verið, en ég þekki muninn á þér og keilu, og það leika ekki aðrir eftir!". ( Keila þykir frekar ljótur fiskur)
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2007 kl. 23:33
Auk þess er þekkt orðatiltækið; "Það er kjaftur á keilunni".
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2007 kl. 01:32
Ferlega gott að þú varst ekki að meina þetta, fífl
Gunnar að þú hafir alið manninn í rennusteininum megnið af þínu lífi gerir það að verkum að maður hefur skilning á líðan þinni og skrifum.
Það er eitt af því góða við bloggið er að hvaða hálfvitar og andlega vanheilir geta tjáð sig og það er frábært. Haltu áfram meðan þú hefur heilsu til.
Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.