Ég fór laust eftir hádegið til Neskaupsstaðar til þess að sækja Pólverja á Sjúkrahúsið fyrir Bechtel á Reyðarfirði. Þegar ég kom í "Skarðið", eins og heimamenn kalla veginn yfir Oddsskarð, þá voru fólksbílar fastir neðan við göngin í skafrenningnum sem var nýskollinn á. Mér leist ekki á blikuna á mínum eins drifs bíl og hringdi því til þess að athuga hvort ég gæti fengið jeppa lánaðan. Það var auðsótt mál og ég sneri því við og náði í hann inn á Reyðarfjörð.
Þegar ég kom aftur í skarðið hafði vind hert enn meir og voru hviðurnar komnar í 26 metra. Ferðin gekk þó vel yfir og þegar Pólverjinn var kominn inn í bílinn hjá mér þá spurði ég hann á ensku hvort hann hefði nokkuð verið orðinn leiður á því að bíða. Hann svaraði glaðlegur á svipinn "yes, yes". Þá spurði ég hann hve lengi hann væri búinn að vera á spítalanum og aftur svaraði hann glaðlegur sem fyrr " yes,yes". Meira fór nú ekki fyrir samræðum okkar á leiðinni.
Í skarðinu var kominn svartabylur þegar við komum upp í bakaleiðinni og þurfti ég að stöðva bílinn nokkrum sinnum, því ég sá bókstaflega ekki neitt. Nefið á Pólverjanum var nánast klesst við framrúðuna þegar hann rýndi út í sortann og sagði stóreygður með djúpri áherslu; "Katastrofa".
![]() |
Búist við stormi fram á nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 947566
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Af þjóðníðingum RÚV, Hamas & Íslandistam ...
- HVAÐA AÐGERÐIR GEGN RÚSSUM TELJA "SKESSURNAR" AÐ "BÍTI"??????
- Orka framtíðarinnar
- Iceland Fashion Week 2025
- Jórsalaferðir Íslendinga - herferðir eða pílagrímaferðir?
- Ivermectin er oft viðurkennt sem annað undralyf á eftir pensilíni - fyrir að hafa mest áhrif á heilsu manna. Og uppgötvun þess hlaut Nóbelsverðlaunin árið 2015. En tilvist þess ógnaði 200 milljarða dollara bóluefnafyrirtæki.
- Hvaða flokkur á norska þinginu væri líklegastur til að VILJA STANDA VÖRÐ UM KRISTIN GILDI OG HJÓNABAND KARLS OG KONU?
- Leiðir í ljós hvers vegna þurfti að eyða ívermektíni. Ívermektín er oft talið næst á eftir penisillíni hafa mest áhrif á heilsu manna. Og uppgötvun þess vann Nóbelsverðlaunin árið 2015. En tilvist þess ógnaði 200 milljarða dollara bóluefnisfyrirtæki.
- Heiða Björg fær ,,Marshallhjálp !
- Alltaf agnarögn hjá Hirti
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Viðskipti
- Hið ljúfa líf: Skyldi þetta vera kóngurinn?
- Orkan er aðalhráefnið
- Jarðtengingin kemur úr samskiptum
- Helgun starfsmanna vandamál
- Gervigreindin mun breyta miklu í rekstri
- Hvurs virði er atvinnustefna?
- Arion og utanríkisráðuneytið benda hvort á hitt
- Fréttaskýring: Einhvers staðar verða vondir að versla
- Tungumálakrafa ESB gagnrýnd
- Porsche fellur úr 40 stærstu
Athugasemdir
Pointið var ekki í þjóðerninu
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.11.2007 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.