Yrðum við nokkuð látin vita?

071115-holmes_jewitt-02

Ég hef hvergi séð í fréttum hversu nálægt þessi halastjarna er jörðinni né í hvaða átt hún stefnir Crying  Á myndinni hér að ofan er hjúpurinn um stjörnuna sýndur í samnburði við sólina okkar og neðst til hægri er Satúrnus á sama skala.

Ef eitthvert svona ferlíki stefndi jörðinni í voða, þjónaði það þá nokkrum tilgangi að segja okkur frá því. Hvernig skyldi mannkynið bregðast við slíkum fréttum? Ef vísindamenn gæfu það út að jörðin færist eftir... segjum 20 ár? Ætli auðmenn gæfu alla peningana sína? Happy


mbl.is Halastjarna orðin umfangsmeiri en sólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Auðmennirnir myndu verða enn gráðugri og nískari.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.11.2007 kl. 09:40

2 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Auðmenn myndu grafa hvelfingar í fjöll eins eins og þeir gera í USA til að geyma bestu vini aðal, ef svo ólíklega vildi til að þeir dyttu á rauða takkann.  Nú eða þá að þeir drifu í að láta byggja almennileg för svo hægt væri að flytja peninga og nokkra útvalda á næstu kúlu. Aldrei myndu þeir gefa peningana sína, nema smá eins og þeir hafa alltaf gert til að ná sér í afslátt og voða góða stimpilinn. Hugsaðu þér til dæmis gjafmildi stóra samrunans í dag. Afþakka brúðargjafir, setjum það í langveik börn eða eitthvað. En kannske er tjaldið niður við höfn geimskip sem fer í loftið um miðnætti. Kannske vita þeir Bónusfeðgar eitthvað sem við vitum ekki.

eigðu góðan austfirskan dag

Pálmi Gunnarsson, 17.11.2007 kl. 10:26

3 Smámynd: Hugrún Jónsdóttir

Eftir því sem mér skilst er þetta að meirihluta ryk og brot. Kjarninn sjálfur er pínulitla doppan sem er sirka í miðjunni. Þetta er ekki allt heill massi.

Hugrún Jónsdóttir, 17.11.2007 kl. 10:44

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sjá myndir hér af Holmes halastjörnunni  og grein hér

Góð mynd hér á APOD síðunni.

Ágúst H Bjarnason, 17.11.2007 kl. 10:49

5 identicon

Veistu það að ef að þessi halastjarna væri að stefna á jörðina þá myndum við taka eftir því. allavega miðað við það að kvikindið er stærra en sólin

Andri (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 13:55

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég vil frekar ímynda mér að öll dýrin yrðu vinir í skóginum 

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.11.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband