Ekkert til að rífast um

Pierluigi Collina þurfti aldrei að stóla á hátæknibúnað á stórmótum. Stundum er dramatíkin það eina minnisstæða í sumum leikjum. Rifist er um vafaatrið og kannski er það partur af sjarma íþróttanna. Enn er verið að skoða atvikið í úrslitaleik Englendinga og V-Þjóðverja á HM 1966. Þessi sjarmi hverfur með tilkomu tækninnar, leikurinn verður "sótthreinsaður" af vafaatriðum. Einhver gæti sagt að spillingarmálum fækkaði.

Ég veit ekki, ég hef efasemdir. Það verður nú að vera hægt að skamma dómarann þegar liði manns gengur illa. Það má ekki taka það frá manni.


mbl.is Örflaga í bolta mun aðstoða dómara á HM 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ætli dómararnir fái ekki nett rafstuð þegar boltinn færi í netið

Frikki (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 19:30

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

hehe... það er kannski full mikil dramatík

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.11.2007 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband