Húsafriðunarnefnd hefur verið áberandi undanfarið. Skemmst er að minnast friðunar húsanna þriggja á Akureyri, Hamborg, París og Hótel Akureyri. Hamborg og París eru stórglæsileg hús og skrautfjaðrir bæjarins og ég er hissa að þau hafi ekki verið friðuð fyrir löngu, en skiptar skoðanir eru um Hótel Akureyri. Persónulega finnst mér arkitektúr þess húss óspennandi, auk þess sem húsið er nánast ónýtt og verið til vandræða og óprýði í einhverja áratugi. Það hefur auðvitað tilfinningaleg gildi fyrir fólk en þó mismikið hygg ég.
Nú á að friða lágreista skúrbyggingu á Ísafirði sem tekið hefur miklum breytingum í tímans rás, Norska bakaríið svokallaða. Húsið hafi mikið varðveislugildi sökum aldurs, en það var byggt árið 1884, menningarstarfsemi og staðsetningar þess á horni Silfurgötu og Brunngötu. Ég set spurningamerki við þessar ástæður.
Ef aldur húsa ræður því hvort þau verði friðuð eða ekki þá er hætt við því að mikið verði að gera hjá húsafriðunarnefnd á næstu áratugum.
Ef menningarstarfsemi í viðkomandi húsi ræður,þá er hætt við að ýmsir forljótir hjallar verði baggi á ýmsum bæjarfélögum í framtíðinni. Ég man td. að helstu rök þeirra sem vildu friða gamla Austurbæjarbíó á Snorrabrautinni voru menningar og tilfinningalegs eðlis, þó einnig væru einhverjir sem vildu varðveita það vegna byggingarstílsins. Austurbæjarbíó er einn ljótasti kassinn í Reykjavík og gerir akkúrat ekkert fyrir götumynd Snorrabrautar. Minningarnar og tilfinningarnar gagnvart þeim menningaratburðum sem áttu sér stað í húsinu hverfa ekki þó skelin utan um þær hverfi.
Og staðsetning húsa hefur ekkert með varðveislugildi þeirra að gera nema annað í umhverfi þess kalli á friðun.
Þegar allar ofantaldar ástæður liggja til grundvallar, ásamt fagurfræðilegu gildi hússins, þá er nokk sjálfgefið að friða. Gömul og glæsileg hús eru augnayndi. Að varðveita ljótar kofabyggingar vegna aldurs þeirra og tilfinninga deyjandi kynslóðar gagnvart þeim, vekur í besta falli undrun ófæddra kynslóða. Fagurfræði og notagildi er lágmarks krafa.
Ég tek það fram að ég veit ekkert um Norska bakaríið, en samkvæmt myndinni af því er það ómerkilegt að sjá. Um praktískt notagildi þess, dettur mér helst í hug að það spari kvikmyndagerðarmönnum leikmyndasmíð í einhverri fjarlægri framtíð, þegar ástir Jóns Baldvins og Bryndísar verða settar á hvíta tjaldið.
Húsfriðunarnefnd vill varðveita Norska bakaríið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Menn eru nú ekki alltaf sammála um hvað er fagurt enég man að það var næstum orðið stórt slys á Eskifirði þegar að menn ætluðu að rífa gömlu kirkjuna....annars er mín skoðun að friða frekar meir heldur en minna.
Einar Bragi Bragason., 15.11.2007 kl. 01:00
Já þetta er auðvitað smekksatriði stundum, en spurning hvort smekkur áhugafólks um friðun og fræðinga úr þeim geira eigi alfarið að ráða. Smekkur almúgamannsins má líka hafa vægi og svo finnst mér líka hvað friðunin kostar, skipta máli. Amk. á meðan rifist er um forgangsröðun hluta í almannaþjónustunni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2007 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.