
Fyrir nokkrum vikum síðan trúði ég því að Íslendingar væru í fararbroddi á sviði jarðvarmavirkjana í heiminum en eftir því sem ég kynni mér málið betur, því sannfærðari er ég um að svo er ekki. Í Lardarello dalnum á Ítalíu var gangsett jarðvarmavirkjun árið 1904 og þar er nú framleidd meiri raforka en í öllum jarðvarmavirkjunum á Íslandi samtals. Í Bandaríkjunum var fyrsta virkjunin gangsett fyrir 45 árum síðan og þar er nýting jarðvarma rúmlega 8 sinnum meiri en á Íslandi. Í Asíu rúml 7 sinnum meiri, í Eyjaálfu rúml helmingi meiri og í S-Ameríku svipað.
Össur Skarphéðinsson er duglegur að tala upp væntingar um útrásarmöguleika okkar Íslendinga. Þetta á að vera fugl í hendi, "Já sæll, eigum við að ræða það eitthvað frekar?", gæti hann allt eins verið að segja, eins og Ólafur Ragnar í Næturvaktinni, með sína umboðsmannsdrauma. Össur Umboðsmaður er kannski ágætt viðurnefni á hann. Nú ætla ég ekki að tala niður gildi þess að stjórnmálamenn auglýsi þekkingu okkar á erlendum vetfangi, en mér finnst full ástæða til þess að hafa báðar fæturna á jörðinni. Það er einnig ágætt að velta því aðeins fyrir sér hjá hverjum tækniþekking okkar liggur. Er hún fyrst og fremst í almannaeigu, eða er hún í einkaeigu? Í leiðara Sigrúnar S. Hafstein ritstjóra Verktækni, blaði verkfræðinga og tæknifræðinga segir hún eftirfarandi:
Í fréttum af stofnun Reykjavik Energy Invest (REI) og síðar sameiningu þess við Geysir Green Energy (GGE) var áhersla lögð á þá þekkingu sem væri verið að selja í útrásinni á sviði jarðvarmavirkjana. Af fréttum að dæma var þekking Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í því sambandi metin á um tíu milljarða króna. Hins vegar hefur ekki komið fram að OR hefur að mestu leyti keypt að hönnunar- og ráðgjafaþjónustu hjá innlendum verkfræðistofum, fyrst við byggingu Nesjavallavirkjunar og síðar Hellisheiðarvirkjunar. Það er því óhætt að fullyrða að það er að verulegu leyti á verkfræðistofunum sem þekkingin á virkjun jarðvarma er til staðar.
Ennfremur segir hún í leiðaranum:
Nú er sjálfsagt að spyrja hvort hið nýja útrásarfyrirtæki ætli að reiða sig á íslensk ráðgjafarfyrirtæki og standa við stóru orðin um nýtingu íslenskrar sérþekkingar? Sem stendur gæti það orðið erfitt, allir ráðgjafar eru önnum kafnir hér heima og verða næstu árin.
![]() |
Íslendingar beðnir um að kynna möguleika jarðvarma hjá ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 946763
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Mississippi gerir það betur
- Úlfur, úlfur, úlfur.
- Auðlindin í ólgusjó
- Þakkir til Sir Henning Pold
- Ó þú fagra Mjallhvít, eða laungu gleymda Svarthetta
- ÞARNA SÝNIR "ÚTGERÐARELÍTAN" SITT "RÉTTA" ANDLIT..........
- Dharma - Úr greinasafni Lífspekifélagsins
- Opið bréf til Heilbrigðisráherra
- Alþingi betur sett án Ásthildar Lóu Þórsdóttur
- Kynlífs[hugmynda]fræði félagshyggjunnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.