Fyrir nokkrum vikum síðan trúði ég því að Íslendingar væru í fararbroddi á sviði jarðvarmavirkjana í heiminum en eftir því sem ég kynni mér málið betur, því sannfærðari er ég um að svo er ekki. Í Lardarello dalnum á Ítalíu var gangsett jarðvarmavirkjun árið 1904 og þar er nú framleidd meiri raforka en í öllum jarðvarmavirkjunum á Íslandi samtals. Í Bandaríkjunum var fyrsta virkjunin gangsett fyrir 45 árum síðan og þar er nýting jarðvarma rúmlega 8 sinnum meiri en á Íslandi. Í Asíu rúml 7 sinnum meiri, í Eyjaálfu rúml helmingi meiri og í S-Ameríku svipað.
Össur Skarphéðinsson er duglegur að tala upp væntingar um útrásarmöguleika okkar Íslendinga. Þetta á að vera fugl í hendi, "Já sæll, eigum við að ræða það eitthvað frekar?", gæti hann allt eins verið að segja, eins og Ólafur Ragnar í Næturvaktinni, með sína umboðsmannsdrauma. Össur Umboðsmaður er kannski ágætt viðurnefni á hann. Nú ætla ég ekki að tala niður gildi þess að stjórnmálamenn auglýsi þekkingu okkar á erlendum vetfangi, en mér finnst full ástæða til þess að hafa báðar fæturna á jörðinni. Það er einnig ágætt að velta því aðeins fyrir sér hjá hverjum tækniþekking okkar liggur. Er hún fyrst og fremst í almannaeigu, eða er hún í einkaeigu? Í leiðara Sigrúnar S. Hafstein ritstjóra Verktækni, blaði verkfræðinga og tæknifræðinga segir hún eftirfarandi:
Í fréttum af stofnun Reykjavik Energy Invest (REI) og síðar sameiningu þess við Geysir Green Energy (GGE) var áhersla lögð á þá þekkingu sem væri verið að selja í útrásinni á sviði jarðvarmavirkjana. Af fréttum að dæma var þekking Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í því sambandi metin á um tíu milljarða króna. Hins vegar hefur ekki komið fram að OR hefur að mestu leyti keypt að hönnunar- og ráðgjafaþjónustu hjá innlendum verkfræðistofum, fyrst við byggingu Nesjavallavirkjunar og síðar Hellisheiðarvirkjunar. Það er því óhætt að fullyrða að það er að verulegu leyti á verkfræðistofunum sem þekkingin á virkjun jarðvarma er til staðar.
Ennfremur segir hún í leiðaranum:
Nú er sjálfsagt að spyrja hvort hið nýja útrásarfyrirtæki ætli að reiða sig á íslensk ráðgjafarfyrirtæki og standa við stóru orðin um nýtingu íslenskrar sérþekkingar? Sem stendur gæti það orðið erfitt, allir ráðgjafar eru önnum kafnir hér heima og verða næstu árin.
Íslendingar beðnir um að kynna möguleika jarðvarma hjá ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Stríð og friður á Samstöðinni
- Heimssýn á Samstöðinni
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.