Eftir að bjórinn var leyfður 1989, þá hættu menn náttúrulega að smygla honum. Smyglið hefur aldrei verið í opinberum neyslutölum á áfengi. Auk þess hefur aðgengi að áfengi á landsbyggðinni batnað, sem einnig minnkar ásókn fólks þar eftir smygluðu víni.
Um 1990 voru tveir útsölustaðir á Austurlandi, á Neskaupsstað og Seyðisfirði. Það fyrsta sem sumir gerðu þegar fraktari lagðist að bryggju á Austfjörðum á þeim árum, var að athuga hvort ekki væri hægt að kaupa eins og eina bokku eða kassa af bjór. Núna eru fáir sem spá í þetta.
Eflaust hefur áfengisneysla eitthvað aukist en ég er ekki viss um að fleiri drekki sér til tjóns. Og 65% aukning er að mínu mati fjarri lagi.
Áfengisneysla jókst um 65% á Íslandi á aldarfjórðungi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Model í mynd
- Gestir í öðrum stjörnukerfum óska öllum jarðarbúum GLEÐILEGS NÝS ÁRS:
- Þrek til að velja
- Mesta fjölgun dauðsfalla í Evrópu 2022
- Örlagadagar í Georgíu
- Kennarar safna fyrir brjóstbindum
- Það besta er að fresta
- Bæn dagsins...
- Bjarni hlynntur frestun, Gulli formennsku
- Léttvæg fyrirheit og heitstrengingar Flokks fólksins.
Athugasemdir
Auk þess held ég að heimabrugg hafi minnkað með árunum þar sem léttvín eru orðin mun ódýrari en þau voru áður og heimabrugg er ekki í neyslutölunum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2007 kl. 02:40
Skoðaðu aðeins þessa linka og dragðu svo ályktun um skaðsemi áfengis í víðu samhengi
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item177025/
http://www.dv.is/frettir/lesa/2357
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1267141
http://www.bmj.com/archive/7088e1.htm#4-ref4
Páll Geir Bjarnason, 14.11.2007 kl. 04:54
Sæll Gunnar
Sjaldan er ein báran stök !
Nei svo hefur ekki heldur verið reiknað inn í þetta það sem fólk smyglar með sér í gegnum fríhöfnina erlendis frá nú eða möndludropar. Hefur þú bara verið á Reyðarfirði s.l. 40 ár ? Þetta er fádæma grunnhyggið hjá þér að draga þessar tölur í efa út frá heimabruggi og smygli, er ekki allt í lagi með þig drengur. Mæli með því að þú lesir þó að það væri ekki nema bara vef SÁÁ og fræðist örlítið um staðreyndir mála um neyslu áfengis hér á landi. Það er með þetta líkt og umhverfisvernd hjá þér bara alhæft einhver steypa og þeir sem eru ekki sama sinnis og þú eru bara svívirtir. Ætti nú bara að fá þér einn kaldan og fara lesa eitthvað gáfulegt, hætta þessu bulli.
kv. Arnar
Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 09:16
Þú virðist nú ekki getað tjáð þig Arnar minn án þess að vera með dónaskap. Ef mamma þín sæi þetta myndi hún örugglega skamma þig. Vissulega hefur ásókn í meðferð hjá SÁÁ aukist, þökk sé aukinni fræðslu og fordómaleysi í þjóðfélaginu.
Það sem ég átti við með að fólk sé síður að drekka sér til tjóns er að í dag sér maður sjaldnar dauðadrukkið fólk en fyrir t.d. 20 árum síðan. Hlutfall þeirra sem verða alkóhólisma að bráð hefur að sjálfsögðu ekkert minnkað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2007 kl. 12:57
Ég er þér alveg sammála þarna. Þegar ég var í siglingunum og seldi hluta af "tollinum", þá keyptu menn eina til tvær flöskur af sterku með hverjum bjórkassa, sú neysla hefur flust yfir í vínbúðirnar o.fl kemur til sem of mikið mál væri að telja upp hérna.
Jóhann Elíasson, 14.11.2007 kl. 18:19
Bannárunum var ætlað að stemma stigu við áfengisvandanum en þegar þau gengu í garð þá fyrst varð fjandinn laus. Al Capone hefði aldrei auðgast nema fyrir bannárin og áfengisvandamálið hvarf ekki. Boð og bönn er ekki vænleg til árangurs þó forræðishyggjuforkólfaafturhaldstittirnir haldi annað.
Það eru náttúrulega engar vændiskonur til í Svíþjóð núna, er það?
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2007 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.