Verðmætir markaðir í húfi

444504AEf kínverski drekinn ræskir sig og vill ekki una vestrænum lýðræðisríkjum að leyfa þessari mótmælahreyfingu að vekja á sér athygli, þá getur verið úr vöndu að ráða. Fjölmennasta þjóð veraldar er á hraðferð inn í neysluvæðinguna og er þegar orðin lang stærsti vaxtabroddurinn í hinu hnattvædda hagkerfi nútímans.

Ef Kínverjar kjósa að hunsa þjóðir á viðskiptasviðinu vegna svona máls, þá er eins víst að þær þjóðir munu verða af gríðarlegum viðskiptatækifærum á næstu árum. Djöfullegt við að eiga, því miður.


mbl.is Hætt var við sýningu heimildarmyndar um Falun Gong
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er ljóst að flestar þjóðir bukta sig og beygja fyrir Kínverjum. Engin vill styggja risann sem er eiginlega tröll, jafnvel tröll í náttmyrkri. Eina vonin er sú að smátt og smátt muni lýðræði komast á. Ég tel miklar líkur á að það verði ef ég á að gerast spámaður. Ástæðuna tel ég aðalega vera þá að Kínverjar eru ekki svo ofurseldir trú, kreddum eða einhverjum ofurkenningum sem blindar þeim sýn.

Benedikt Halldórsson, 10.11.2007 kl. 08:53

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Er það ekki Kínverskur skilningur að svona aðfinnsla sé gróf íhlutun í innanríksmál.

Sem sagt að þeir eru að hlutast til um innanríkismál Kanadamanna?

Ari Guðmar Hallgrímsson, 10.11.2007 kl. 11:33

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

þeir eru svo andsk. margir

Einar Bragi Bragason., 10.11.2007 kl. 11:39

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Benedikt:  Já, ég held að ef þeim er fleygt út í hnattvæðinguna af krafti þá lagist þetta smátt og smátt innan frá. Ef allir hunsuðu Kína þá yrði það skref afturábak í allri lýðræðislegri þróun í landinu. Frjáls viðskipti eru allra meina bót

Ari: Þetta hlýtur að vera skilningur allra þjóða og er auðvitað ekkert annað en yfirgangur af hálfu Kínverja.

Saxi: Já eru þeir ekki fjórum sinnum fleiri en Kaninn?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.11.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband