Enn á ný eru enskir fjölmiðlar að velta framtíð Eiðs Smára fyrir sér. Þegar Etoo kemur til baka úr meiðslunum þá minnka möguleikar Eiðs enn frekar á tækifærum í liðinu. Ég trúi ekki að Eiður vilji deyja hægt og rólega í þessu liði.
Götublaðið The Sun fullyrðir í dag að þrjú lið, West Ham, Portsmouth og Manchester City, vilji kaupa Eið af Barcelona í janúar. The Sun tilheyrir reyndar gulu pressunni og sennilega ekkert að marka þetta en ef svo er þá eru þetta ágætis kostir fyrir Eið, knattspyrnulega séð en eflaust ekki launalega séð. Ekki víst að hann fái miljón á dag hjá þessum félögum. Mér hefur alltaf fundist Eiður vera þannig leikmaður að hann þurfi að spila töluvert mikið til þess hæfileikar hans nýtist. Það er alveg ljóst að framtíð hans liggur ekki hjá Barcelona. Skil ekki af hverju þeir keyptu hann á sínum tíma.
Eiður orðaður við þrjú ensk félög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Stríð og friður á Samstöðinni
- Heimssýn á Samstöðinni
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
Athugasemdir
Og það er líka Eiði til trafala að hann hefur hingað til verið að spila "stöðu", sem ekki hentar honum, hann er ekki nógu og snöggur og harður til að spila sem fremsti maður inni á vellinum og þess vegna er hann að "klúðra" opnum færum, hann á að vera næstfremsti maður og á að "mata" fremstu menn, það hefur sýnt sig að þar á hann heima og ég tala nú ekki um þegar er farið að nálgast seinni hluta ferilsins hjá honum.
Jóhann Elíasson, 9.11.2007 kl. 11:59
Nokk sammála þessu
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2007 kl. 12:13
Mér finnst hann bara virka latur.....Etoo og líka Larson sem var hjá BARca eru menn sem komu til baka og sóttu boltann...Eiður á það því miður til að hanga bara og bíða.
Einar Bragi Bragason., 9.11.2007 kl. 13:27
Akkúrat...Henry sækir líka boltan...Eiður þarf að bæta úr þessu..tekur því ekki héðan af kanski
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2007 kl. 13:49
Annars eru framherjar auðvitað misjafnar týpur. Sumir eru "lúrarar" en þá þurfa samherjarnir líka að vera vakandi gagnvart þeim. Í liði Barcelona eru allt of margir egóistar, nú eða bara snillingar til þess að Eiður nýtist almennilega.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.11.2007 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.