Mynd úr Hádegisfjalli

kb3-8

Þarna sést álver Alcoa frá óvenjulegu sjónarhorni. Myndin er fengin af heimasíðu Árna Páls Ragnarssonar á Reyðarfirði. Margar skemmtilegar myndir eru frá Reyðarfirði á síðunni hans, eins og sjá má  HÉR  Myndin er tekin úr Hádegisfjalli, sunnanmegin í Reyðarfirði, gengt þorpinu. Nesið handan álversins er Hólmanes, en yfir það liggur vegurinn um Hólmaháls sem er leiðinlegur vegakafli milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. 15 km. eru á milli staðanna og eystri endi kerskálanna er nálægt því að vera miðja vegu milli þeirra. Í fjallinu fjærst, örlítið hægra megin við miðju (í skugganum) er Oddsskarð, skíðaparadís austfirðinga, en um 15-20 mínútna akstur er þangað frá Reyðarfirði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband