Frelsi

11111-385_230719a Ég er talsmaður frelsis á flestum sviðum en ég vil þó alls ekki rýmka löggjöf um byssueign, frekar herða hana ef eitthvað er. Talað hefur verið um í fréttum að löggjöfin sé svipuð á Norðurlöndunum en því er ég alls ekki sammála. Það er mikill munur á því að hafa aldurstakmark á skotvopnaeign 18 eða 20 ára. Og drengurinn sem framdi voðaverkin í Tuusula átti skambyssu, en mjög miklar hömlur eru á því á Íslandi. 11STUDENT-385_230707a

Það hefur einnig verið nefnt í umræðunni að það ætti að krefjast geðheilbrigðisvottorðs áður en byssuleyfi er veitt. Um það hef ég reyndar efasemdir því nú þegar er krafist læknisvottorðs og venjulegur heimilislæknir á að sjá hvort viðkomandi er alvarlega veikur á geði. Það væri kannski hægt að láta viðkomandi taka eitthvert test í stuttum stöðluðum spurningalista hjá lækni en geðveilur sem blossa upp fyrirvaralaust verður aldrei hægt að sigta út. Andlitsmyndin á ólánssama piltinum sýnir fallega ungan mann. Þetta er óskiljanlegt.


mbl.is Vildi taka sem flesta með sér í gröfina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband