Helga Jónsdóttir núverandi Bæjarstjóri með Guðmundi Bjarnasyni við vígslu Fjarðabygðarhallarinnar sl. sumar.
Guðmundur Bjarnason fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar er nú starfsmaður Alcoa og sér um verkefnastjórnun í stjórnunar og stefnumótunarteymi í tengslum við samskipti fyrirtækisins við opinbera aðila, þ.e. ríki, sveitarfélög og fyrirtæki. Einnig sér hann um hafnarmál fyrirtækisins en höfn Alcoa er ein sú stærsta á landinu. Guðmundur hefur starfað hjá Alcoa frá júníbyrjun en hann lét af embætti bæjarstjóra 15. september 2006. Viðtal við Guðmund var á gömlu gufunni í morgunn og hægt er að hlusta á það HÉR .
Helga Jónsdóttir tók við starfi Guðmundar sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar þegar hann lét af störfum. Hún var áður borgarritari í tíð R-lista stjórnar Reykjavíkurborgar.
Hér má sjá enn einn bæjarstjórann. Bæjarstjóri "Álagabæjarins" ásamt bjargvætti sínum, Randy Pandy Gandy.
Valgerður Sverrisdóttir þáverandi iðnaðarráðherra var gestaleikari í uppfærslu Leikfélags Reyðarfjarðar á frumsömdu verki eftir Ármann Guðmundsson, Álagabærinn. Kómískur farsi um vonir og væntingar í litlu bæjarfélagi sem stöðugt verður fyrir vonbrigðum þegar áætlanir um ýmiskonar stóriðju renna ítrekað út í sandinn. Nýr gestaleikari var í hverri sýningu sem lék indverskan gúrú. Gúrúinn kom með nýja vídd í stóriðjudrauma þorpsbúa, nefnilega "Sál-ver". Leikfélagið setti met í fjölda sýninga með þessu verki, en fjöldi sýninga var 10. Þess má geta að Guðmundur Bjarnason var gestaleikari í einni sýningunni. Blogghöfundur er í hlutverki bæjarstjórans. Svona var hann til reika eftir enn ein vonbrigðin, lagðist í drykkju og þunglyndi. Myndin er tekin í í leikhléi og búið að gera aukaleikarann klárann og fylla bæjarstjórann.
Ps. Gleymdi að geta þess að að töluverður tónlist og söngur var í sýningunni og var hún öll frumsamin, utan eins lags. Höfundur leikritsins og leikstjóri, Ármann Guðmundsson, samdi tvö laganna, en Jón Hilmar "gítartröll" frá Norðfirði og Helgi Gogga hljómborðsleikari frá Eskifirði sömdu einnig nokkur laganna. Þeir voru undirleikarar í sýningunum ásamt Ragnari Jónssyni bassaleikara. Mjög góð lög sem ættu skilið að fara í upptökur.
Flokkur: Bloggar | 7.11.2007 (breytt 8.11.2007 kl. 02:04) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hver er beinþynningar tölfræðin
- ESB, EES og fríverslunarsamningar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
- Sólveig Anna með kjarkinn.
Athugasemdir
Þeir voru heppnir hjá Alcoa að krækja í Guðmund í þetta djobb. Hann þekkir þessa hluti betur en lófann á sér og mun hafa hagsmuni bæjarfélagsins að leiðarljósi - ég er sannfærð um það.
Flott mynd af ykkur Valgerði :)
Hanna, 7.11.2007 kl. 17:24
Já það var einmitt það sem mér datt í hug líka, kjörinn í djobbið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2007 kl. 17:38
Hefði bara viljað hafa hann áfram sem bæjarstjóra hjá ykkur.....þessi bæjarstjórn ykkar núna er ekki alveg að virka í samstarfi við aðra bæi hér fyrir austan
Einar Bragi Bragason., 8.11.2007 kl. 00:25
Nú? Segðu frá....
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.11.2007 kl. 01:22
Nú þú veist að sjáfsögðu um þessa árekstra sem orðið hafa td með gangnamálin ...........Mér fannst þesi gömlu bera meiri virðingu fyrir hvorum öðrum og vinna meira saman,..............Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur undanfarin 2-3 ára verið að haga sér eins og rómverjar.
Einar Bragi Bragason., 8.11.2007 kl. 09:22
Gaman að myndinni, vekur upp þó nokkrar minningar frá skemmtilegum tíma.
Það hlýtur að vera kominn tími á næsta stykki hjá okkar ágæta leikfélagi.
Annars get ég vel tekið undir það að Guðmundur gagnast ALCOA án efa mjög vel með alla sína reynslu upp á vasann.
Gunnar R. Jónsson, 8.11.2007 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.