Ég óska Íslendingum til hamingju með þennan merka áfanga í dag. Fyrsta vél Kárahnjúkavirkjunar var gangsett með vatni úr Hálslóni í fyrsta skipti. Við getum öll verið stolt af þessu mikla mannvirki.
Kárahnjúkavirkjun byrjar að framleiða rafmagn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 946109
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Framtíðin er komin, og einhver vél er til sem slappar af fyrir þig
- Tæling Englands
- Sprellfyndin menning
- Draga upp ranga mynd
- Draga upp ranga mynd
- Alvöru sparnaður
- Stjórnmálaleiðtogar ydda blýanta fyrir komandi friðarviðræður
- Álfabakkahúsið er minnisvarði
- Væri fólkið á Sauðárkróki opið fyrir því að hitta 100% mennska gesti frá öðrum stjörnukerfum Y/N?
- Munu heilbrigðisstarfsmenn stíga fram (á aldrei von á kennurum, sem sýnir aumingjagang stéttarinnar)
Athugasemdir
Tek undir það. Maður ætti eiginlega skilið að gefa sjálfum sér eina rjómatertusneið fyrir að hafa aldrei látið glepjast af samfelldum áróðri gegn virkjuninni. Er farinn út í bakarí!
Benedikt Halldórsson, 5.11.2007 kl. 17:03
Það er þá ágætt að þessir Impregilo glæpamenn fari að koma sér heim.
Annars finnst mér þetta enginn 17 júní
Hákon Unnar Seljan Jóhannsson, 5.11.2007 kl. 17:19
Til hamingju Austfirðingar og allir landsmenn með þennan áfanga en mikið óskaplega er mér sama þó þú sért í fýlu Jón.
Held ég fái mér bara góða köku.
Guðmundur Geir Sigurðsson, 5.11.2007 kl. 17:34
Til hamingju Austfirðingar. Það er einstaklega gaman að koma austur og sjá hvað hefur lifnað yfir öllu.
Það hefur sannast í umræðum um þessa framkvæmd að margur tekur eftir flísinni í auga nágrannans en ekki eftir bjálkanum í sínum eigin
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 5.11.2007 kl. 17:43
Takk fyrir árnaðaróskirnar (nema Jón )
Jón Kristófer: Það er rétt að umhverfisstofnun lagðist gegn framkvæmdinni í upphaflegri mynd en eftir breytingar þá samþykkti hún. Enda var um verulegar breytingar að ræða, það viðurkenna allir nema þeir sem hafa einsett sér að vera á móti þessu "No matter what!". Þetta á líka við um arðsemisútreikningana, þeir sem eru á móti taka engum rökum heldur trúa t.d. arðsemisútreikningum Þorsteins Siglaugssonar kaffibollahagfræðings, sem varð sér að athlægi með arðsemisskýrslu sinni. Ofan á beina arðsemi virkjunarinnar sem verður um 8%, kemur önnur afleidd þjóðhagsleg arðsemi sem er umtalsverð.
Og Hákon, það verður ekki eftirsjá í Impregilo mönnum. Þeir hafa valdið miklum vonbrigðum með háttsemi sinni hér. En þó verður einnig að segjast eins og er, að hinir margumtöluðu aðilar sem hafa verið og munu alltaf verða á móti þessu, hafa einnig krítað liðugt í umfjöllunum sínum um Ítalana. Eins og þess þurfti nú!
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2007 kl. 18:10
Æi mér finnst þetta vara vera ósköp venjulegur dagur....Mér er illa við allt þetta vesen .....og eins og ég þoli ekki þetta Saving Iceland lið þá er mér jafn illa að við að vera með einhverjar haleluja hrópanir út af þessu......Þessi virkjun er búin að gera margt gott og Álverið líka........en að sama skapi er þetta forljótt.
Einar Bragi Bragason., 5.11.2007 kl. 18:29
Umhverfisráðherra snéri úrskurðinum m.a. eftir ráðgjöfum umhverfissérfræðinga, en þeir sérfræðingar voru ekki á vegum andstæðinga framkvæmdanna og það þykir þér eflaust fúlt.
Ekki get ég sagt að ég hafi kynnt mér þessi gögn í þaula en ég skoðaði gögnin sem lágu fyrir eftir breytingar og þau ummæli sem ýmsir sérfræðingar létu hafa eftir sér um þær.
Þeir fræðingar sem voru á mála hjá VG og öðrum minnihlutahópum í þjóðfélaginu sem alltaf hafa verið á móti þessum framkvæmdum, mölduðu að sjálfsögðu í móinn. Sérfræðingar í umhverfismálum hafa auðvitað persónulega skoðun á þessum framkvæmdum eins og aðrir en rök þeirra voru sum hver lituð af pólitík. Ef ætti að finna einhvern samnefnara yfir rök þeirra, þá væri það tilgátu og ímyndunarsmíð. Þá er ég fyrst og fremst að tala um áhrif framkvæmdanna á lífríkið á svæðinu og alla leið niður í sjó. Um smekk þeirra og mat á náttúrufórnunum er ekki hægt að deila. Allir hafa fullan rétt á því að hafa sína skoðun og smekk en rökin hafa ekki haldið vatni ólíkt Kárahnjúkastíflu.
Sem minnir mig á eitt af ótal "trompum" ykkar sem þið hafið hent inn í umræðuna eins og sprengjum með reglulegu millibili. Erlendur vísindamaður, ung kona frá Bandaríkjunum minnir mig, sem var í kastljósi fjölmiðla í tvo heila daga þar sem hún rakkaði niður verkfræðilega hönnun stíflunnar. Hvílíkur brandari og örvænting.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2007 kl. 23:15
Fólk sem er á móti öllu allstaðar, missir trúverugleika sinn og það hefur þú fyrir löngu gert Jón Kristófer. Margir muna eftir umræðum um stækkun álversins í Straumsvík. Þar varst þú nokkuð áberandi í hópi mótmælenda, m.a. á heimasíðu Sólar í Straumi. Niðurstaðan úr íbúakosningunni bar vott um hve auðvelt getur verið að skrumskæla lýðræðið með gengdarlausum ýkjuáróðri og bulli. T.d. var falsað bréf sent inn á hvert heimili í Hafnarfirði daginn fyrir kosningar. Var tímasetningin á því bréfi tilviljun? Enginn möguleiki fyrir fylgjendur stækkunarinnar að leiðrétta það bréf eða koma með andsvör. Ómerkileg vinnubrögð, svo ekki sé fastara að orði kveðið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2007 kl. 23:24
Miklum framförum fylgja oft vaxtaverkir en þeir eru tímabundnir. Kaupmáttur launa hefur aldrei verið meiri. Vinstrimenn sem ávalt hafa eyrnamerkt sér kjör verkalýðsins, ættu þá að einbeita sér að bættum kjörum þeirra en ekki berjast á móti þeim. Vinstrimenn gætu t.d. reynt að upplýsa verkalýðinn um hættuna af of mikilli skuldsetningu. Það er verðugt verkefni. En í stað þess þá einbínið þið á jöfnuð. Frekar viljið þið að jöfnuður ríki í samfélaginu en að launakjör batni.
Mér er slétt sama um jöfnuð, en ég er áhugamaður um bætt kjör. Ef lífskjör almennings hér verða þau bestu í heimi, hvaða máli skiptir þá þó einhverjir verði "ógeðslega" ríkir? Nákvæmlega engu, nema fyrir sósíalista sem tilbúnir eru að gera nánast hvað sem er til þess að koma í veg fyrir það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2007 kl. 11:40
Kjáni?
"...þær blikur tengjast framkvæmdunum fyrir Austan með beinum hætti", segir þú. Þeim framkvæmdum er nú að mestu lokið svo eitthvað hlýtur sú þensla sem framkvæmdirnar sköpuðu að fara minnkandi.
Tímabundin kaupmáttaraukning? Lengsta samfellda kaupmáttaraukning í sögu þjóðarinnar og þó víðar væri leitað.
Fyrir áratug sagði Össur Skarphéðinsson núverandi iðnaðarráðherra að efnahagslífið væri "tifandi tímasprengja". Það er háttur stjórnarandstæðinga að mála ástandið dökkum litum. Vissulega þarf að fara varlega í þeim stóru framfaraskrefum sem framundan eru, eins og Davíð Oddsson hefur verið að benda á undanfarið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2007 kl. 12:57
Þú heldur greinilega eins og fleiri virkjanaandstæðingar, að ef þið segið það nógu oft að ekki sé arðsemi af Kárahnjúkum, þá verði það satt. Þetta er svona "let them deny it" taktíkin. En málið er að hún virkar bara á þröngan hóp öfgasinna, sem því miður hefur fengið allt of mikið pláss í fjölmiðlum. Sérstaklega þegar þar er gúrkutíð.
Að halda því fram að nú sé komið á daginn að efnahagslegur ávinningur af Kárahnjúkum sé enginn ber vott um veruleikafirringu og óskhyggju.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2007 kl. 15:37
Ég heimta veiðitúr með þér Gunnar svo við getum rætt málin, upp með dagsetninguna ekki seinna en fyrir jól. En þú verður að lofa mér að álverið verði ekki neinsstaðar í sjónmáli. Þið gleðjist yfir verkssmiðjunni á Reyðarfirði og leðjusafnþrónni við Kárahnjúka og ég skil fagnaðarlætin. Ég fagna samt ekki með ykkur því ég hef trú á öðrum leiðum en þarna eru farnar. Ég hugsa líka aðeins um afkomendur mína sem ég trúi að verði hreinlega arfavitlausir þegar þeir svona eftir öld eða svo horfa á afleiðingar hinnar svokölluðu stóriðjustefnu og þurfa að moka upp eftir okkur skítinn. Vinstri, hægri, kapítalisti eða jafnaðarmaður hefur ekkert með þessa afstöðu mína að gera. Eitt sem ég hafði ekki alveg gert mér grein fyrir en var upplýst í fréttum. Það tekur einungis eina litla öld að fylla þróna við Kárahnjúka, rúman mannsaldur, er eitthvað vit í því Gunnar.
Pálmi Gunnarsson, 7.11.2007 kl. 13:34
Til er ég Pálmi, hvenær sem er. Ferðu nokkuð til rjúpna? Það er ekkert veiða og sleppa í því
Því var nú reyndar haldið fram af andstæðingum virkjunarinnar á sínum tíma að lónið fylltist á 60 árum, greinilega búið að lengja aðeins í spottanum. Þegar lónið verður orðið ónothæft vegna leðju, þá verður hleypt úr því og áburði og fræi sáð í aurinn. Þá fá afkomendur okkar einstaka gróðurvin og útivistarparadís á hálendinu. Þangað til verður fólk að sætta sig við fallegt heiðarvatn og blómlegt mannlíf á Mið-Austurlandi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2007 kl. 14:04
Ég veit allt um þessar sveiflur og þau gífuryrði sem komið hafa frá ykkur í sambandi við þau. "Það verður ólíft niður á fjörðum vegna moldroks!" segið þið. Það er augljóst af svona fullyrðingum að fólk veit ekkert hvað það er að tala um. Á heitum sumardögum í Suð-Vestan hnúkaþey þá er stundum ekki hægt að hengja út þvott á Austurlandi í dag vegna moldroks. Nokkurra ferkílómetra viðbót af husanlegu foksvæði, við þúsundir ferkílómetra slíks svæðis vestan við Hálslón breytir þar varla miklu um. Auk þess er ekkert gefið fyrir mótvægisaðgerðir.
Skoðaðu gerfihnattamyndirnar í ÞESSU bloggi mínu frá 5. sept sl.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.11.2007 kl. 15:57
Og ruðningsáhrifin eru ofmetin og fyrst og fremst hamrað á þeim af hálfu VG. T.d. sagði Steingr.J. Sigfússon þegar Skinney/þinganes hætti með frystihúsið á Reyðarfirði fyrir 2-3 árum: "Þarna koma ruðningsáhrifin berlega í ljós, þetta sögðum við!".
Það að Skinney/Þinganes hætti á Reyðarfirði kom ruðningsáhrifum akkúrat ekkert við.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2007 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.