Þegar Exxon Valdes olíuflutningaskipið strandaði á Prins Williamsundi í Alaska árið 1989, þá hlaust af því versta olíumengunarslys sögunnar. Tiltölulega hrein og óspillt strandlengja varð fyrir verulegum skakkaföllum og enn má finna merki um olíu á afmörkuðu svæði næst strandstaðnum. Reyndar þarf að grafa eftir henni í fjörusandinum en öll mengun sem slík er löngu horfin og hefur ekki lengur áhrif á lífríkið. Dýra og fuglastofnar urðu fyrir raski og höfðu menn einna helst áhyggjur af sæljónum á svæðinu. Sæljónið er eina dýrategundin þarna sem ekki hefur jafnað sig að fullu á þessum 19 árum frá því slysið átti sér stað. En stofninn siglir þó hraðbyri að fyrri stærð.
Vísindamenn og ýmsir sérfræðingar í umhverfismálum voru áberandi í fjölmiðlum þegar fjallað var um atburðinn, í mörg ár og fram á þennan dag. Lýsingar þeirra á tjóninu sem af þessu hlaust voru vægast sagt dramatískar og þeir fullyrtu hver á eftir öðrum að lífríkið á svæðinu yrði mörg hundruð ár að jafna sig. Og á svæðinu næst strandstaðnum yrði ekkert kvikt að sjá næstu 40 árin.
Annað hefur komið á daginn. Þó reyna margir umhverfisfræðimenn að sverta ástandið og vilja túlka niðurstöður rannsókna "vafanum" í hag. Það er þekkt aðferð en stundum misnotuð. Það þjónar líka hagsmunum íbúa á svæðinu að draga ekki úr skaðanum. Þeir standa í málaferlum við Exxon olíufélagið um 2,5 miljarða skaðabótakröfu. Olíufélagið maldar í móinn og segir að þeir hafi eytt umtalsverðu fé til hreinsunarstarfa. Reyndar svolítið sérstök rök hjá þeim. Þeir skemmdu og eyðilögðu, þrifu svo mestan skítinn eftir óhappið og vilja draga kostnað við það frá meintu tjóni íbúa á svæðinu. Ekki alveg að gera sig, finnst mér.
En staðreyndirnar í dag tala sínu máli. Svæðið hefur jafnað sig á innan við tuttugu árum að langmestu leyti og eftir önnur tuttugu ár verður þar allt eins og aldrei hafi neitt gerst.
En allskyns sjóðir voru stofnaðir, hjálparsamtök o.fl. í kringum þetta slys og enginn skyldi vanmeta vald þeirra peninga sem flæða um slík battarí. Það er heill iðnaður sem nærist á hörmungum.
Mál Exxon vegna mengunarslyss fyrir hæstarétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Efast líka um frægasta morðmál Íslands.
- Í Loku launum, ljóð frá 23. nóvember 2018.
- Ísland og Grænlandsmálið
- Það skemmtilega við "ráðgefandi kosningar"
- OU Definition | Investopedia
- WOCU skoða
- TÍSKA : DIOR Men forsýnir haustið 2025
- x
- Trump er bóndi, skapari, hann horfir fram á við, gera meira, með minni tilkostnaði, samanber Buckminster Fuller. Viss hugsun í okkur horfir til baka, og vill leysa málefnin með skortin að leiðarljósi, ekki nóg til handa öllum, rangt Buckminster Fuller.
Athugasemdir
Skil ekki almennilega boðskapinn í þessu. Ber að skilja þetta svo að það sé of mikil varkárni í gangi hvað umgengni við náttúruna og lífríkið varðar?
Í mínum huga eru þessi mál afar skýr:
Enda þótt fjölmörg dæmi finnist um barnalegar aðgerðir náttúruverndarsinna og jafnframt barnalegar ályktanir, þá verður lífríkið ævinlega að njóta vafans.
Þá er það jafnskýrt í mínum huga að talsmenn hagvaxtarins og auðhyggjunnar hafa mestar áhyggjur af því ef einhver trufun verður á útrásinni svonefndu vegna umhyggju fyrir náttúrunni. Um þetta eru mýmörg dæmi daglega hér á blogginu.
Niðurstaða: Pólitík frjálshyggjunnar er pólitík dauðans.
Árni Gunnarsson, 29.10.2007 kl. 17:46
Er svosem enginn sérfræðingur í þessum málum, en var á svæðinu fyrir um áratug síðan og þá sá maður enn olíurákir á skerjum í sjónum og strandlengjunni sjálfri á mjög stóru svæði.
PW, 29.10.2007 kl. 18:18
Pólitík "Að njóta vafans" hópsins er á gráu svæði. Hagsmunaaðilar sitja báðu megin við borðið.
Annars er boðskapurinn einfaldlega sá, að enn og aftur bregst heimsendaspámönnum bogalistinn í spádómum sínum. Ég tel sjálfan mig í hópi sjálfsgagnrýnna rökræðusinna sem tekur öllum dramatískum hamfaraspám um framtíðina með stóískri ró.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2007 kl. 22:08
Dauði og hörmungar sjófugla og annara skyldra dýra af völdum olíumengunar er nokkuð sem ég hef miklar áhyggjur af. Ég er nefnilega hluti af lífríki jarðar.
Allur þráspuni um heimsenda er þessu máli óviðkomandi.
Mikla hagsmuni held ég að Páll Einarsson hafi af því að leiða líkur að gosi við Upptyppinga!
Líklega hefði ég af því mikla hagsmuni ef spár um ógnir af hlýnun yrðu að veruleika.
Árni Gunnarsson, 29.10.2007 kl. 22:59
Hagsmunirnir leynast víða. Og þeir sem eru þannig pólitískt þenkjandi, hika ekki við að henda inn einni kenningu eða svo, málstaðnum til stuðnings.
Um ein miljón fugla af ýmsum tegundum farast í umferðarslysum í Danmörku, bara yfir sumarmánuðina. Ekki sér högg á vatni. Svo kemst óvart einhver olíusletta í Norðursjóinn og nokkur hundruð sjófulgla smitast af brákinni. Þá spretta upp allskonar hjálparsamtök og fjölmiðlamenn mæta á svæðið til að baða fuglabaðarana ljósi athyglinnar. Í gang fara safnanir fyrir björgun blessaðra fuglanna.
Þetta bull og þessi hræsni hugnast mér ekki. Auk þess hafa vinstrisinnar um heim allan tekið umhverfisvitundina upp á sína arma og það er aumt hlutskipti, fyrir jafn göfugan málstað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2007 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.