Þó Þjóðverjar séu ríkjandi heimsmeistarar í handbolta þá er ekki víst að þeir séu verðugir titilsins í dag. Pólverjar koma sterklega til greina sem sterkasta landsliðið í heiminum um þessar mundir. Þeir hafa hægt og bítandi verið að þokast upp styrkleikalistann (sem reyndar er ekki til, ólíkt í fótboltanum). Fyrir um 3-4 árum síðan, var Ísland klárlega með betra landslið en Pólverjar en þeir hafa siglt fram úr okkur hin allra síðustu ár. Þeir spiluðu úrslitaleik síðustu heimsmeistarakeppni sem haldin var í Þýskalandi, við heimamenn. Þjóðverjar reyndust sterkari í þeirri viðureign og hömpuðu titlinum.
Mín styrkleikaröð er þessi: (Hann miðast við fullskipað lið okkar manna)
1. Pólland
2. Þýskaland
3. Króatía
4. Frakkland
5. Spánn
6. Ísland
7. Svíþjóð
8. Danmörk
9. Noregur
10. Ungverjalnd
![]() |
Pólverjar lögðu Svía með einu marki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 946782
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Tvískinnungur í tollatali
- Mannréttindi eins hóps hefur alltaf áhrif á annan hóp
- Stundir sannleikans renna upp
- Orkupakkar og okurverð
- Hefðum fengið 20% toll
- Tollar eða fríverslun - hvort er betra?
- ESB-draumurinn úti?
- 10% Trump-tollur og 100% Kristrúnarskattur
- Er fréttastofa RÚV meðvituð um að 2 Bandarísk flugmóðuskip eru á leiðinni að mið-austurlöndum / Rauðahafi til að slá á puttana á Hútum, sem að hafa verið að ráðast á skip á því svæði?
- Verði ljós
Athugasemdir
Heill og sæll Gunnar
Held að Þjóðverjar séu með eitt af 3 bestu í dag en þeir voru á heimavelli á HM og það dugði til að hreppa dósina þá. Pólverjar eru með gott lið en eru þó ekki nema 5-7 besta að mínu mati. Króatar tel ég að séu með best lið heims í dag. Minn væri svona:
1 Króatía
2 Frakkland
3 Þjóðverjar
4 Spánn
5 Svíþjóð
6 Ísland
7 Pólland
8 Danmörk
9 Serbía
10 Ungverjaland
Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 22:28
Já já, svo sem ágætur listi líka. Verst að þú hefur ekkert vit á handbolta
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2007 kl. 23:04
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2007 kl. 23:05
Held að Þjóðverjar séu sterkari varnarlega en Króatar og það geri gæfumuninn. En Pólverjar hafa neistann í augnablikinu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2007 kl. 23:16
Topp 8 liðin hjá okkur báðum gætu orðið Evrópu eða heimsmeistarar á góðum degi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2007 kl. 23:25
Já öll gætu verið það.
Á EM þá vera 4 efstu svona
Króatia
Þjóðverjar
Frakkar
Ísland
leggja undir ?
Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 23:29
Það verður engin smá veisla í janúar.... smjatt smjatt....
... frábær dagskrá í svartasta skammdeginu.
Anna Einarsdóttir, 28.10.2007 kl. 23:30
Já, verður spennandi. Við Arnar fórum við fjórða mann til Sviss fyrir tveimur árum. Asskoti gaman.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2007 kl. 23:49
Pólland
Ísland
Þýskaland
Króatía
Fimmkall
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2007 kl. 02:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.