Pólverjar sterkastir um þessar mundir

Karol Bielecki, sem hér er í leik gegn Íslendingum, skoraði... Þó Þjóðverjar séu ríkjandi heimsmeistarar í handbolta þá er ekki víst að þeir séu verðugir titilsins í dag. Pólverjar koma sterklega til greina sem sterkasta landsliðið í heiminum um þessar mundir. Þeir hafa hægt og bítandi verið að þokast upp styrkleikalistann (sem reyndar er ekki til, ólíkt í fótboltanum). Fyrir um 3-4 árum síðan, var Ísland klárlega með betra landslið en Pólverjar en þeir hafa siglt fram úr okkur hin allra síðustu ár. Þeir spiluðu úrslitaleik síðustu heimsmeistarakeppni sem haldin var í Þýskalandi, við heimamenn. Þjóðverjar reyndust sterkari í þeirri viðureign og hömpuðu titlinum.

Mín styrkleikaröð er þessi: (Hann miðast við fullskipað lið okkar manna)

1. Pólland

2. Þýskaland

3. Króatía

4. Frakkland

5. Spánn

6. Ísland

7. Svíþjóð

8. Danmörk

9. Noregur

10. Ungverjalnd


mbl.is Pólverjar lögðu Svía með einu marki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Gunnar

Held að Þjóðverjar séu með eitt af 3 bestu í dag en þeir voru á heimavelli á HM og það dugði til að hreppa dósina þá. Pólverjar eru með gott lið en eru þó ekki nema 5-7 besta að mínu mati. Króatar tel ég að séu með best lið heims í dag. Minn væri svona:

1 Króatía

2 Frakkland

3 Þjóðverjar

4 Spánn

5 Svíþjóð

6 Ísland

7 Pólland

8 Danmörk

9 Serbía

10 Ungverjaland

Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já já, svo sem ágætur listi líka. Verst að þú hefur ekkert vit á handbolta

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2007 kl. 23:04

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2007 kl. 23:05

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Held að Þjóðverjar séu sterkari varnarlega en Króatar og það geri gæfumuninn. En Pólverjar hafa neistann í augnablikinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2007 kl. 23:16

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Topp 8 liðin hjá okkur báðum gætu orðið Evrópu eða heimsmeistarar á góðum degi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2007 kl. 23:25

6 identicon

Já öll gætu verið það.

Á EM þá vera 4 efstu svona

Króatia

Þjóðverjar

Frakkar

Ísland 

 leggja undir ?

Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 23:29

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það verður engin smá veisla í janúar.... smjatt smjatt.... ... frábær dagskrá í svartasta skammdeginu.

Anna Einarsdóttir, 28.10.2007 kl. 23:30

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, verður spennandi. Við Arnar fórum við fjórða mann til Sviss fyrir tveimur árum. Asskoti gaman.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2007 kl. 23:49

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Pólland

Ísland

Þýskaland

Króatía

Fimmkall

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2007 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband