Þegar gert er umhverfismat, þá eru ákveðnir þættir metnir og þeir þættir eru ekki valdir af einhverju handahófi. Ég man þegar ég renndi yfir umhverfismat álversins í Reyðarfirði hve ótrúlega margir hlutir voru teknir þar til skoðunnar. Ekki var bara um umhverfismat á náttúrunni, heldur einnig mat á samfélaginu. Hugsanleg félagsleg vandamál sem gætu komið upp með fjölgun íbúa og hvernig bregðast skyldi við þeim.
Einn af fjölmörgum þáttum í umhverfismati er áhættumat. Það verk er ekki unnið með handahófskenndum hætti eins og sumir andstæðingar virkjunar í neðri hluta Þjórsár reyna nú að segja þjóðinni. Þeir reyna einnig að beina sjónum almennings að því að tiltekið fyrirtæki sem vann að matinu eigi hagsmuna að gæta um að þarna verði virkjað og þess vegna sé ekkert að marka matið. Að Verkfræðistofan VST falsi niðurstöður rannsókna sinna um hugsanlega hættu af stíflurofi. Þetta er eitthvað svo "Saving Iceland" legt. Ótrúverðugt, fyrir utan það náttúrulega að vera mjög alvarlegar ásakanir. Kynning VST á áhættumatinu er HÉR
Í litlu samfélagi eins og Íslandi verður alltaf hægt að finna einhversstaðar hagsmunatengsl. Erfitt yrði t.d. að finna stórt verkfræðifyrirtæki sem ekki hefði hugsanlega einhverja hagsmuni af sórframkvæmd, eins og af einu stykki álveri. Ef færa ætti verkefni um umhverfismat í hendur erlendra óháðra aðila, þá kæmu ásakanir um að eitthvert leynimakk í reykfylltum bakherbergjum í London og NY.
Með öllum stórum framkvæmdum eru eftirlitsmenn allskonar og jafnvel eftirlitsmenn til að hafa eftirlit með þeim.
Hér er mynd af Urriðafossi í Þjórsá. Snoturt vatnsfall, en ekki nógu snoturt til þess að laða að ferðamenn, hingað til. Ekki er hægt að nota þá afsökun að aðgengi hafi verið erfitt, eða að fólk hafi ekki vitað af þessu. Nei, þetta er bara ekki eitthvað sem venjulegt fólk myndi kalla einstakt og ómetanlegt. En nú þegar á að virkja þarna, þá reka andstæðingar framkvæmdarinnar upp ramakvein. Lýsingarorðin sem notuð eru um þessa meintu gersemi eru þannig að finna verður upp nýyrði um það sem okkur venjulega fólkinu finnst vera virkilega einstakt og ómetanlegt.
Einhverjar tillögur?
Áhættumat fyrir Urriðafossvirkjun kynnt fyrir íbúum Flóahrepps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 84
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trump rústaði Carbfix verkefninu á fyrsta degi í embætti
- Ást í strætó og skortur á GPS-hrósi
- Jafnvel ESB veit það
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
Athugasemdir
Hefurdu einhverja hugmynd um hversu margir ferdamenn skoda fossinn árlega?
Jóhann (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 06:30
Nei ég hef nú engar tölur um það en eflaust hefur þeim fjölgað þetta árið vegna athyglinnar. Ég var í sveit þarna rétt hjá þegar ég var 11 ára og þetta þótti ekki merkilegt þá og ég man ekki til þess að nokkur ferðamaður leggði lykkju á leið sína til þess að skoða þetta.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2007 kl. 11:38
Er það þitt mat að þetta sé ekki ómetanlegt? Hvað með heimamenn, sem eru langflestir mótfallnir framkvæmdunum? Hvað með það að þessar ásakanir gætu verið (og eru) réttar? Hvað með það að fólkið sem mótmælir virkjununum er flest af svæðinu, hefur kynnt sér þetta mánuðum, ef ekki árum saman og er þar með fullkomlega hæft til að móta sér skoðun á málinu, annað en þeir sem lesa eina frétt á mbl.is og dæma málið af bókarkápu fjölmiðla.
Hvað með þessar staðreyndir?
-Landsvirkjun hefur hótað og mútað landeigendum.
-"Hlutlaus" svör sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps við athugasemdum við aðalskipulag voru mörg hver skrifuð af Landsvirkjun.
-Landsvirkjun sendi lögmann undir fölsku flaggi til erlendrar fjölskyldu á Skálmholtshrauni, lykilbæjar hvað varðar land við Urriðafossvirkjun, sem bauðst til að "hjálpa" í samningaviðræðunum við Landsvirkjun. Þau komust ekki að því fyrr en í vor, eftir margra ára samningaviðræður. Þau hafa nú slitið viðræðunum.
-Umhverfisráðherra, Samfylkingin, Vinstri-Grænir og Ungir Jafnaðarmenn hafa sýnt mótmælum okkar stuðning.
Svo þú skalt ekki segja mér að stjórnsýslan sé ekki gölluð, án þess að hafa kynnt þér málið í það minnsta jafn rækilega og þeir sem mótmæla virkjununum.
Veist þú yfirleitt hvort við þurfum á raforkunni að halda, og hvort framkvæmdirnar séu almenningi til góða?
Benjamín Plaggenborg, 19.10.2007 kl. 17:40
Þú ert nú með ansi margar fullyrðingar í kjaftasögu stíl og ég dreg þær allar stórlega í efa, vinnubrögð LV o.s.frv. Ég hef heyrt þetta allt áður.
Heldur þú að ástæður allra þeirra sem eru mótfallnir þessu í sveitinni sé vegna náttúruástar? Hvarflar það ekkert að þér að ástæða andmælanna sé vegna þess að fólkið vill meira fé fyrir landið?
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2007 kl. 19:02
Kallinn hann Gunnar mælir lífshamingjuna í virkjunum. Hann man ekki eftir að margir ferðamenn hafi lagt leið sína að Urriðafossi þegar hann var 11 ára. Ég er á svipuðum aldri og á sannast sagna fullt í fangi með að muna eftir stórviðburðum frá þeim tíma.
Ef Gunnar hefði fæðst 60 árum fyrr væri hann örugglega bílstjóri fyrir Einar Ben. og Títanfélagið. Skrýtið að Landsvirkjun sé ekki búið að ráða slíkan hugsjónamann til sín.
Sigurður Hrellir, 20.10.2007 kl. 01:40
Ég er stáminnugur Hrellir minn
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2007 kl. 02:10
Stálminnugur
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2007 kl. 02:11
Og ég hefði verið afar stoltur af því að fá að keyra Einar Ben,þann mikla andans jöfur. Fengið mér jafnvel í aðra tánna með honum, að loknu góðu dagsverki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2007 kl. 02:14
Já, það er eiginlega hálfgert ólán hvað þú ert stálminnugur Gunnar minn, maður með svona skoðanir. Sjálfstæðismenn vantar reyndar fólk með minni hérna í borgarstjórnina, gefur þú ekki kost á þér? Það er jafnvel sagt að skipta eigi út öllu heila liðinu.
Sigurður Hrellir, 20.10.2007 kl. 08:56
Mér er sagt að náttúrufegurð sé óvíða stórbrotnari hér á landi en á Hornströndum. Þangað hef ég aldrei komið svo mér er skítsama um þetta svæði ef við getum búið til peninga úr því fyrir vel meinandi fjárfesta og auðhringa.
Árni Gunnarsson, 20.10.2007 kl. 19:49
Ef allt verður að gulli í höndunum á okkur, þá gæti orðið nokkuð notalegt að búa hérna í ellinni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2007 kl. 05:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.