Landslið Liechtenstein var fyrir áfalli um miðjan síðari hálfleik þegar þeir skoruðu mark. Eyjólfur Sverrisson hefur margítrekað lent í vandræðum með lið sitt þegar það skorar því þá hafa okkar menn fallið of mikið aftur og eftirleikur andstæðinga okkar verið auðveldur. En liðsmenn smáríkisins Liechtenstein sýndu úr hverju þeir eru gerðir, því eftir þetta kjaftshögg sem þeir urðu fyrir,þá tvíefldust þeir og bættu við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Aldrei var að sjá á leik þeirra að það hvarflaði að þeim að falla aftur og pakka í vörn. Þeir hafa fundið töfralausn á vandamálinu.
Hvað er hægt að segja eftir svona hörmung? Eyjólfur er samt ekki af baki dottinn því hann telur sig vera búinn að sjá hvað er að hjá íslenska liðinu. "Ég að hætta? Nei, það er mikið verk eftir óunnið", sagði Eyjólfur í leikslok. Þessi góði drengur er í skelfilegri afneitun á það sem blasað hefur við íslensku þjóðinni undanfarin misseri. Eyjólfur sagði að það þyrfti að nýta hið góða úr leikjunum við Spánverja og N-Íra um daginn, því það hefðu verið svo ljómandi góðir leikir. Ég hefði ekki einu sini trúað því upp á systur mína, á sextugs aldri sem aldrei hefur fylgst með fótbolta, að láta svona ummæli frá sér fara um þessa umræddu leiki.
Við spiluðum ellefu á móti tíu í rúman klukkutíma á móti Spánverjum, á heimavelli og lágum í nauðvörn allan síðari hálfleikinn og máttum þakka fyrir að hanga á jafnteflinu. Við áttum slakan dag á móti N-Írum á heimavelli og vorum stálheppnir að vinna á sjálfsmarki undir blálok leiksins. Já... tökum það með okkur í næstu leiki.
Ég hef sagt það áður og segi það enn; annan þjálfara takk! Þó leikmennirnir beri sök líka inná vellinum, þá er það Eyjólfur sem velur þá ítrekað í liðið. Auk þess þá er mér til efs að þeir spiluðu svona illa ef þeir hefðu einhverja trú á því sem þjálfarinn er að gera og leggur upp með. Þetta er niðurbrotið lið sem á sér ekki viðreisnar von með þennan kaftein í brúnni.
Willum, þjálfari Valsmanna telur að agaleysið í leik liðsins inni á vellinum hljóti einnig að vera í umgjörðinni utan vallar. Hvað eru leikmenn að gera daginn fyrir leik? Hvernig er andlegum undirbúningi háttað fyrir átökin? Skilja mátti á Willum að hann vissi meira en hann vildi segja. Hvað er í gangi?
Gauja Þórðar aftur sem landsliðsþjálfara eða hæfan og reynslumikinn erlendan þjálfara.
Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 946213
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FYRIR SIGUR ÍSLANDS...
- Herratíska : BOSS í sumarið 2025
- Inga Sæland – spilling frá a til ö
- Ísland þarf leiðtoga eins og Donald Trump
- Danska ríkissjónvarpið líkt og það íslenska dregur taum trans-hreyfinga
- Í landi Trump eru kynin aðeins tvö, hinsegin úthýst
- Efast um SA og samningamarkmið
- Mjakast þótt hægt fari
- Framhald á því sem ekki er?
- Stunguskófluslektið komið á kreik
Athugasemdir
Já, ég finn til með Eyjólfi
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2007 kl. 01:57
Ótrúlega gott lið
Liechtenstein.
Við mættum ofjörlum okkar
áttum aldrei séns. Ótrúlega gott lið
Liechtenstein.
Við mættum ofjörlum okkar
áttum aldrei séns.
WAMPÝRAN (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 02:22
Já, mér fannst þeir reyndar með ágætis lið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2007 kl. 02:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.