Þess vegna á að selja strax


Mynd 436698 „Það er ekkert séríslenskt við jarðhitaleit og jarðboranir," segir Stefán Arnórsson, doktor í jarðefnafræði og prófessor við jarðvísindaskor Háskóla Íslands. "Nánast allar framfarir í bortækni koma til dæmis frá olíuiðnaðinum, ekki frá jarðhitanum. Það er því ekki um neina útrás að ræða hérlendis, að minnsta kosti ekki fyrir jarðvísindamenn."

Dagur B. Eggertsson ætlar að fara í áhættusaman rekstur fyrir almannafé í REI málinu. Sjálfstæðismenn ýttu hugmyndinni úr vör en vilja láta einkaaðila um framhaldið. Taka strax hagnaðinn sem er í hendi núna.

Það vantaði ekki bjartsýnina hjá fjármálaspekúlöntum og ráðgjöfum þegar hlutafé var auglýst í ÍE á sínum tíma. Þetta átti að vera gefið mál að hagnast um mörg hundruð prósent á skömmum tíma. Fjöldi fólks skuldsetti sig í botn en situr eftir eignalaust. Þá var einnig talað um ÍE eins og það væri eina fyrirtækið í heiminum sem sæti að rannsóknum á sínu sviði en raunin var sú að mörg önnur fyrirtæki réru á sömu mið. Punktur com fyrirtækin eru einig minnisstæð.

Opinberum sjóðum á ekki að verja í áhættufjárfestingar. Forsvarsmenn sjóðanna bera enga ábyrgð þegar á hólminn er komið. Ákvarðanatökur þurfa oft að vera teknar hratt í svona málum og það gengur ekki átakalaust þegar pólitíkin blandast í málið. Og þó hugmyndin um útrásina heppnist í höndum einkaaðila er ekki þar með sagt að hún hepnnist hjá lýðræðislega kjörnum stjórnmálamönnum.


mbl.is Orkuútrásin er áróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sammála Gunnar. Opinberir aðilar eiga að einbeita sér að almannaþjónustu en ekki eyða kröftum í svona lagað. Þó svo að við höfum alla burði til að geta búið til öflug fyrirtæki á þessu sviði eru líka margir aðrir í þessu. Fann þetta á netinu:
http://www.geo-energy.org/tradeShow/exhibitors.asp
http://www.usgeothermal.com/index.aspx
http://www.sierrageopower.com/
http://www.polarisgeothermal.com/eng/main.html
http://www.nevadageothermal.com/s/Home.asp

Þorsteinn Sverrisson, 12.10.2007 kl. 17:17

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta Þorsteinn

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2007 kl. 17:51

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Nákvæmlega. Það er ekki langt síðan að sveitastjóri tapaði milljónum vegna kaupa á hlutabréfum í DeCode. Ekki sínum milljónum heldur peningum útsvarsgreiðanda. Að sjálfsögðu var hann fullkomlega sannfærður um væntanlega hagnað eins og Björn Ingi og Dagur eru um milljarðahagnaðinn sem þeir eru þegar búnir að bóka.

Kannski ættu þeir að fara til Las Vegas með borgarsjóð.

Annars vil ég kosningar í borginni og er með litla skoðanakönnun en draumur minn er að bloggara krefjist kosninga, þá kemur í ljós hvort einsmannsflokkarnir Margret og Björn Ingi hafi traust borgarbúa.

Benedikt Halldórsson, 12.10.2007 kl. 22:23

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verður gaman að fylgjast með ákvarðanaferlinu í útrásinni. Þá fyrst fáum við að sjá hvað orðið spilling þýðir þegar pólitíkusarnir fara að makka um miljarðana. Fáránlegt að koma sér í slíka aðstöðu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband