Al Gúrú og freðurinn

 Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, deilir...Trúverðugleiki Nóbels akademíunnar hefur ekki alltaf verið mikill og útnefningar hennar hafa oft verið umdeildar eins og dæmin sanna.

Í lofslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna var smalað saman fólki sem ekki telst allt vísindamenn í ströngum skilningi þess orðs. Meira segja er fólk þar innanborðs sem kannast ekki einu sinni við að hafa verið spurt álits. Áróðursmynd Al Gore er uppfull af hæpnum vísindum sem flett hefur verið ofan af. Þe.a.s. að í henni eru álitaefni og kenningar sem ekki hafa verið sannaðar. Veðurlíkön notuð sem standast ekki o.s.frv.

Umræðan um mengun á jörðinni er bæði góð og slæm, vonandi aðallega góð. Hið slæma er að kostnaðurinn við gróðurhúsakenninguna getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heimsbyggðina en hið góða er auðvitað vakning almennings og kröfur um endurnýjanlega orku. Kröfur um minna mengandi iðnað, sparneytnari og minna mengandi bílvélar o.fl. Víða í stórborgum er ástandið orðið hættulegt heilsu manna og það gengur náttúrulega ekki.

En ég verð að játa fákunnáttu mína í tengingunni milli kenninga um hlýnun jarðar af mannavöldum og friðs. Ég hefði haldið að í þeirri blöndu væri frekar efni í ófrið. En hvað veit ég svo sem.


mbl.is Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband