Þetta hefði líka gerst í ríkisstjórn

Maður er nú bara hálf sleginn við þessa niðurstöðu. En þetta sýnir hversu hæpið hefði verið að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokknum.  Ég má til með að benda á pistil Sigurðar Kára Kristjánssonar um REI-málið. Dagur B. talar um að 50 miljarða hagsmunir hefðu verið í húfi og í ljósi þeirrar skarpskyggni hlýtur hinn nýji borgarstjóri að vera eftirsóttur á hlutabréfamarkaði fjármálastofnana. Ekki amalegt að hafa slíkan spámann í sínum röðum. Pistill Sigurðar Kára er HÉR .

Ég reyndist sannspár í færslu minni um friðarsúluna, þar sem ég setti fram spurningu um hvort vígsla listaverksins yrði síðasta embættisverk Vilta Tryllta Villa, en það hvarflaði ekki að mér að meirihlutinn springi.


mbl.is Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hygg að það hefði mátt afstýra því voðalega slysi að missa tök íhaldsins á OR.

Rúmlega meðalstór skammtur af laxerolíu getur gert kraftaverk ef brugðið er við í tíma.

Upp úr stendur þó að Villi fékk að halda ræðuna fyrir Yoko Ono.

Árni Gunnarsson, 12.10.2007 kl. 00:38

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér fannst það liggja í augum uppi að Villi laug að þjóðinni í sambandi við þessa kaupréttarlista. Það á enginn stjórnmálamaður að komast upp með lygar. Hann segist ekki hafa séð þennan lista, þó aðrir í borgarstjórn og einnig í minnihlutanum hafi séð hann.

Athyglisverð kenningin, að Björn Ingi hafi sagt skilið við þennan meirihluta til þes að vera á undan sjöllunum, að þeir hafi verið farnir að líta til VG um meirihlutastjórn. Hverju á maður að trúa?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2007 kl. 04:13

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband