Stórkostlegar breytingar

2d1d12f7fef16ba1528068521fce1c71

 

 

 

 

 

Starfsmenn umhverfissviðs Fjarðabyggðar og verktakar eru nú í haustönnum.  Víða í bæjarfélaginu er verið að ganga frá opnum svæðum og að vinna við gróðurbeð.  Hafist verður handa við að setja niður haustlauka um miðjan október.   Á myndunum má sjá hvernig verið er ganga frá svæðum á Oddnýjarhæð á Reyðarfirði.  (Af vef fjardabyggd.is)

Stórkostlegar breytingar hafa orðið á Reyðarfirði frá því framkvæmdir hófust við byggingu álvers Alcoa. Fyrir álversframkvæmdir voru engar svona haustannir, einfaldlega vegna þess að ekki var frá neinu að ganga. Kyrrstöðu fylgir ekkert rask. Nú er sama hvert litið er í þorpinu, allstaðar eru framkvæmdir. Þjónusta á alla lund við íbúana hefur stóraukist og fjölgunin í þessu 600 manna þorpi fer að nálgast 100% á aðeins tveimur árum. 

Það er ótrúlegt til þess að hugsa hvernig andstæðingar álversins töluðu niður verkefnið á alla lund og þar á meðal ekki síst forystumenn í þingliði V-grænna. Orð eins og : "ofmetin áhrif stóriðjunnar" - "hver vill búa í verksmiðjugettói" - "óbærileg mengun frá verksmiðjunni" - "einhæf vinna fyrir útlendinga í verksmiðjunni", og svona mætti lengi telja. Það væri vert að taka saman öll þau ummæli svokallaðs málsmetandi fólks sem barðist hve harðast á móti þessu framfaraspori.  Ég er ekki viss um að það fólk kannist við ummæli sín kinnroðalaust þegar raunveruleikinn blasir við því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Minnist kertafleytinga á Lagarfljótinu hér um árið. Þátttakendur flestir kennarar og aðrir opinberir starfsmenn á héraði. Skilst að nú séu sumir af þessum kennurum ornir starfsmenn Fjarðaráls!!!

Arnfinnur Bragason, 9.10.2007 kl. 16:44

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já hræsnin á sér fá takmörk Arnfinnur

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.10.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband