Þeir hafa ekkert lært

Sorp-snepillinn DV er samur við sig og hefur ekkert lært af afleiðingum fyrri gjörða. Ég sá reyndar fljótlega í hvað stefndi með þennan fjölmiðil og ég þori ekki að snerta hann af ótta við að fá á mig einhverja óværu. Þetta rakalausa "skúbb" verður banabitinn og DV lógóið mun aldrei sjást meir á íslenskum blaðamarkaði.

Þá er bara að koma af stað hugmyndasamkeppni um heppilegt nafn á síðdegisblað. Og munið, DV er úti.


mbl.is Dorrit segir frétt DV móðgandi og særandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þessi fréttafluttningur DV dæmir sig sjálfur og svanasöngurinn sá hinsti er á næstu grösum.

Magnús Paul Korntop, 9.10.2007 kl. 03:27

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

100 % sammála, DV er lítið annað en sorprit.  Ef Reynir Traustason myndi gera úttekt á sjálfum sér og sinni framgöngu (t.d í kvótamálum) kæmi margt í ljós, sem myndi skyggja á "flekklausa" fortíð hans, en hann forðast umfjöllun um sjálfan sig, því hvar er betra að vera en í miðri "skítakvörninni" ef menn vilja forðast umfjöllun um sjálfa sig.  Hvernig væri nú að einhver tæki sig til og fjallaði um þá félaga Sigurjón M Egilsson og Reyni Traustason?  Menn sem eru í svona aurburði og þrífast best á skít (fínna orð er að sjálfsögðu "kjaftakerlingar" en vegna jafnréttismála er ekki þorandi að nota það nafn opinberlega) geta ekki verið með alveg hreinan skjöld.

Jóhann Elíasson, 9.10.2007 kl. 10:10

3 Smámynd: Linda

Sammála þér, DV er ekkert nema rusl.  Sem ég læt vera.  Vona að fólk hætti að kaupa þetta blað sem þjónar engum tilgangi.

Linda, 9.10.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband