Margir hafa látið skoðun sína í ljós á blogsíðum um heimsókn Ahmadinejad Íransforseta til Colombia háskóla í Bandaríkjunum. Sumir hneikslast á meintum dónaskap þeirra sem tóku á móti honum þar og þeirra sem hlýddu á hann. Það er einkum þrennt sem vakið hefur athygli af ummælum Ahmadinejad.
1. Helförin átti sér aldrei stað
2. Ísrael ætti að þurrka af yfirborði jarðar
3. Það er ekkert samkynhneigt fólk í Íran
Það er svolítið merkilegt að þeir sem myndast við að taka upp hanskann fyrir forseta Írans er hægt að skipta í tvo hópa; vinstrisinnað fólk og fólk sem hefur sérstaka andúð á Bandaríkjunum. Flestir tilheyra reyndar báðum hópum.
Fólkið sem tilheyrir þessum hópum gerir átakanlega sorglegar tilraunir til varnar forsetanum og/eða til árása á Bandaríkin. Guðmundur Steingrímsson sem brátt mun taka sæti á Alþingi Íslendinga fyrir Samfylkinguna segir m.a. í pistli sínum um Ahmadinejad:
"Hvað varðar homma ættu Bandaríkjamenn heldur ekki að hlæja of mikið. Ég veit ekki betur en að kvikmyndin Brokeback mountain hafi til að mynda verið tekin úr sýningu á mörgum svæðum í Bandaríkjunum á þeim forsendum að yfirvöld og íbúar á þeim svæðum viðurkenndu ekki tilvist samkynhneigðra".
Magnaður samanburður, eða hitt þó heldur. Aftökur í Íran vegna samkynhneigðar og þrýstingur gamaldags og háværra sértrúarhópa um að banna almennar sýningar á Hollywoodmynd um homma. Og vel að merkja, ekki víða heldur á örfáum stöðum og fæstir á þeirri forsendu að tilvist samkynhneigðra væri ekki fyrir hendi, heldur á mórölskum forsendum. Talsmenn þessara bannhugmynda vilja ekki viðurkenna réttindi samkynhneigðra og þeir telja þetta sjúkt, sódómískt og af hinu illa. Svo kallar þetta fólk sig " The Moral Majority", en er í raun minnihlutahópur og hefur á nokkrum stöðum töluverð ítök í stjórnmálamönnum.
Guðmundur segir einnig í pistli sínum: "Mér finnst hins vegar forysta Bandaríkjanna eiga dálítið erfiðan málstað að verja í viðureign sinni við hann, einkum vegna sinnar eigin hegðunar í mannréttindamálum og einnig út af dálitlum órökstuddum blóðugum stríðsrekstri sem átt hefur sér stað á undanförnum árum að hennar frumkvæði, byggðum á ásökunum um kjarnorkuvopnaeign sem engin var".
Einkennilegt hvernig Kanahatararnir tengjast trygðarböndum um víða veröld. Maður forvitnast inn í einhvern pistil um Ahmadinejad Íransforseta en er svo kominn á kaf í eitthvað slæmt hjá Kananum og vinum þeirra. Og vel að merkja, meint gjöreyðingavopn Íraka voru ekki bundin við kjarnorkuvopn. Gjöreyðingavopn Íraka voru vissulega til, því neitar enginn en það veit hins vegar enginn hvað varð um þau.
Á athugasemdasíðunni við pistil Guðmundar skrifar maður sem kallar sig Þarfagreini:
"Ahmadinejad hefur aldrei afneitað helförinni. Það er einfaldalega bara ekki svo. Þetta er einungis hluti af mjög svo skipulögðum áróðri sem virðist fara sívaxandi, til að mála Ahmadinejad og Íransstjórn sem skrýmsli ... af hverju ætli það sé?" ...en að halda því fram að Ahmadinejad hafi 'afneitað helförinni' er einfaldlega lygi. En það er víst svo, að ef lygin er endurtekin nógu oft, þá verður hún sannleikur."
Máli sínu til stuðnings vísar Þarfagreinir í viðtal við Ahmadinejad á youtube.
Þegar fólk er blindað í trúnni á að hið illa búi í Vestrinu, þá getur verið erfitt að koma vitinu fyrir það. Það trúir því sem það vill trúa.
Í viðtalinu segir forsetinn að "...ef þessir atburðir gerðust, (helförin) ætti að leyfa öllum að rannsaka þá og stúdera. Því meira sem þessir atburðir eru rannsakaðir, því meira munum við vita um þann raunveruleika sem átti sér stað. Sögulegir atburðir eiga að vera í stöðugri endurskoðun og hvers vegna eru þeir sem spyrja spurninga ásakaðir? Hvers vegna eru menn svo viðkvæmir fyrir því að málið sé rannsakað betur? Ef þetta gerðist, hvar gerðist það? Átti palestínska þjóðin einhverja sök á þessu? Afhverju ætti palestínska þjóðin að gjalda fyrir þetta nú?
Og síðan kom löng ræða um hörmungar palestínsku þjóðarinnar. Um Ísrael segir forsetinn: " Færa má fyrir því rök að Gyðingar hafi rétt á að eiga sér ríkisstjórn, við erum ekki á móti því, en hvar? Ekki á kostnað heillar þjóðar (Palestínumanna) með því að hertaka land þeirra.
Þegar forsetinn er spurður nánar út í ummæli sín að þurrka ætti Ísrael af yfirborði jarðar, þá fylgdi önnur spurning frá fréttamanninum um leið hvort hann væri einhverntíma tilbúinn að setjast niður og ræða um helförina við Gyðinga, við sagnfræðinga og við þá sem lifðu af útrýmingabúðir Hitlers. Ahmadinejad víkur sér undan fyrri spurningunni en fer beint í síðari spurninguna og segir: "Mér finnst að bandarískir stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar hér forðist sannleikann. Aðal spurningin er; Ef þetta gerðist, hver er þá sök palestinsku þjóðarinnar?....Segjum svo að helförin hafi átt sér stað, hvernig snertir það palestínsku þjóðina? Á engan hátt, engan. Palestínumenn eru manneskjur með tilfinningar sem vilja búa í sínu eigin landi......."
Þetta eru helstu punktarnir úr viðtalinu. Er hægt að túlka þetta einhvern veginn öðruvísi? Að maðurinn sé misskilinn? Að vestrænir fjölmiðlar og stjórnmálamenn (aðallega bandarískir) snúi út úr orðum hans? Varla.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖRIN TIL AÐ SINNA EÐA EITTHVAÐ ANNAÐ?????
- Heilbrigt og réttlátt samfélag
- Bæn dagsins...
- Halla snúið við á mánuði
- Framtíðin er komin, og einhver vél er til sem slappar af fyrir þig
- Tæling Englands
- Sprellfyndin menning
- Draga upp ranga mynd
- Draga upp ranga mynd
- Alvöru sparnaður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.