Krækjan sen ég bendi á hér, sýnir 17 ára stúlku í Írak grýtta til bana fyrir að eiga Súnni-múslimskan strák fyrir kærasta. Sjálf er hún Kurdi og Shíta-múslimi. Kannski hafði þessi myndbútur meiri áhrif á mig en ella, vegna þess að ég á sjálfur 17 ára gamla dóttur. Ég fékk bæði hroll og tár í augun. Ath. alls ekki fyrir viðkvæma: http://qubetv.tv/videos/detail/292
Af hverju eru ekki "hófsamir múslimar" brjálaðir yfir þessu? Mér finnst að það ætti einmitt að vera þeirra hlutverk að afhjúpa þetta brjálæði og hreinsa það orðspor sem af þessari trú fer. En aldrei heyrist múkk í þeim. Sumir segja að þetta hafi ekkert með trúnna að gera, en afhverju kemur þá orðið "Allah" fyrir í hverri setningu þegar þeir fremja ódæðisverk sín? Er það bara kækur og kemur trúnni ekkert við?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
- Sólveig Anna með kjarkinn.
- Er þetta virkilega að vera fáránlega fær?
- Óeðlilegar verkfallsaðgerðir
Athugasemdir
Ég sá myndbandið, ég er miður mín. Já, af hverju berjast ekki hófsamir múslímar gegn þessu frumstæða ofbeldi? Getur verið að þeir treysti sér ekki til þess?
Benedikt Halldórsson, 19.9.2007 kl. 08:48
Þetta er tegundin "maður"- er mér sagt. Margra milljóna ára þróun að baki!
Ætli þessir siðavöndu menn eigi ekki útsaumaðar bænamottur?
Árni Gunnarsson, 19.9.2007 kl. 09:10
Stúlka hafði flúið að heiman vegna hótana fjölskyldunnar en foreldrum hennar tókst að lokka hana til baka með loforði um að henni yrði ekki gert mein. Þegar hún birtist heima hjá sér var hún umsvifalaust tekin hálstaki og dregin út á götu til aflífunar. Kærastinn er enn í felum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.9.2007 kl. 13:42
Ég er eins og þið allir sleginn yfir þessum viðbjóði ... sem á sér stað í skjóli trúarbragða. Reyndar er sagan okkar útvaðinn í svona löguðu. Það sem er trúlega verst er að við "vesturlandabúar" möngum við þær þjóðir sem stunda þetta óréttlæti í stað þess að gefa botnlausan skít í þær. Þetta sem þú ert að sýna okkur Gunnar er bara eitt ljótt dæmi af milljónum ljótra dæma.
Pálmi Gunnarsson, 19.9.2007 kl. 14:06
Ég kynnti mér aðeins trúarbrögð fólksins á myndbandinu og þau munu ekki vera múhameðstrúar. Þessir Kúrdar tilheyra minnihlutahópi Yezidi, og vilja ekkert með múslima hafa en í Wikipedia má þó lesa þetta:
"The adherents of Yazdanism are estimated to constitute about 1/3 of the Kurds. Yazdanism has however strongly influenced the Kurdish form of Islam".
En það breytir ekki þeirri staðreynd að heiðursmorð af sama toga eru viðhöfð meðal múslima.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.9.2007 kl. 15:19
Að grýta konur er ævaforn "siður" sem ekki hefur verið aflagður í sumum héruðum miðaldamyrkurs. Við á Íslandi höfum skipt um sið, við erum hættir að drekkja konur á Þingvöllum fyrir hórdóm.
.
Benedikt Halldórsson, 19.9.2007 kl. 17:08
Einmitt Benedikt, við erum hættir því.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.9.2007 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.