Ábyrgð foreldra

Fyrir nokkrum árum var mjög í tísku að kenna slæmum efnaskiptum um offitu og það er eflaust enn svo hjá mörgum. Gerð var vísindaleg rannsókn í Bretlandi á þessu og þar kom í ljós að um 5% offitusjúklinga gætu "hugsanlega" kennt um óeðlilegum efnaskiptabúskap í líkama sínum um offitu sína. Hinir einfaldlega borðuðu of mikið miðað við hreyfingu.

Forvarnarstarf í grunnskólum er eitthvað sem þarf að skoða og það þarf líka að nálgast vandamálið án feimni við sjúklinginn. Ég hef grun um að oft sé farið í kringum þetta eins og köttur færi í kringum heitan graut, af tillitsemi við sjúklinginn, sérstaklega ef hann er barn, en honum er enginn greiði gerður með slíkri meðhöndlun. Það dugar ekkert rósamál og klapp á bakið. Eins þarf að taka foreldra of feitra barna í gegn með fræðslu og námskeiðum jafnvel. Það virðist oft gleymast að foreldrarnir eru ábyrgir fyrir lífsvenjum barna sinna en ekki skólinn eða samfélagið. En samfélagið á samt að borga brúsann fyrir aðstoð við fjölskyldur sem eiga við þetta vandamál að stríða því heilbrigiskerfið myndi hvort eð er þurfa að taka við börnunum í framtíðinni, með mun meiri kostnaði.


mbl.is Í offituaðgerð 13 ára og tæp 200 kg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband