Sonur minn hann Jökull Geir hefur mikinn áhuga á fótbolta eins og pabbi sinn en hann hafði aldrei farið á landsleik. Við bættum úr því feðgarnir og fórum í fótbolta og menningarferð til höfuðborgarinnar í síðustu viku.
Það var fín stemning á vellinum og við vorum fyrir miðju í vestari stúkunni, í góðu skjóli fyrir suð-vestan strekkingi og slagviðri á köflum. Hjá okkur var logn og blíða og ekki dropi úr lofti .
Töluverður slatti af N-Írum var í nyrðri enda eystri stúkunnar og það var gaman að fylgjast með þeim syngja (mest) allan leikinn. Athygli vekur fjöldi ljósmyndara fyrir framan liðin.
Í Reykjavíkurferðinni fórum við feðgarnir vítt og breytt um bæinn. Systir mín elskuleg var svo væn að lána okkur bílinn sinn þessa 3 daga sem við vorum í bænum.
Við skoðuðum m.a. nýja Vodaphonevöllinn og höllina. Gamla Valshjartað mitt tók smá kipp við að sjá þessi glæsilegu mannvirki.
Við fórum einnig í keilu í Öskjuhlíðinni og skoðuðum Perluna og útsýnið þaðan. Og svo sáum við áhugavert safn í kjallara nýs hótels í Aðalstræti. Þar mun landnámsbærinn sjálfur vera fundinn, Reykjavík hans Ingólfs. Þegar ég heyrði fyrst um fund þessa landnámsbæjar, þá voru skiptar skoðanir um hvað skyldi gera. Átti að afturkalla byggingaleyfi hótelsins og hafa á reitnum landnámssafn? Eða gera eins og mér fannst lang sniðugast, að halda áfram byggingu hótelsins en gera ráð fyrir veglegu safni um fundinn í kjallara þess. Sú varð raunin og mér sýnist afar vel hafa til tekist. Ekki vantaði gífuryrðin frá þeim sem lengst til vinstri sitja í stjórnmálum í Reykjavík. Þaðan heyrðust raddir eins og; "Menningarslys!"..."Menningarleg hneisa fyrir Ísland", o.s.fr.v. Einnig heyrðust gagnrýnisraddir um fjármögnun verkefnisins, en það er önnur saga.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 946116
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.