Hvað með tjáningarfrelsið?

Ef dómari í knattspyrnuleik er arfaslakur og þjálfarar eða leikmenn tjá sig um það, þá eru þeir sektaðir. Merkilegt.Guðjón Þórðarson var ávítaður og sektaður.
mbl.is Guðjón og Magnús ávítaðir og sektaðir af KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyrún Elva

Það eru reglur í fótbolta varðandi sumt sem gerist utan vallar líka. Þeim á líka að fylgja.

Ef þú hefur út á dómarann að segja, eigðu orð við KSÍ.

Eyrún Elva, 5.9.2007 kl. 18:42

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er gott að vita að dómari í knattspyrnuleik skuli ekki vera ábyrgur gerða sinna.

Jóhann Elíasson, 5.9.2007 kl. 22:54

3 identicon

Gott að dómari í knattspyrnuleik skuli ekki vera ábyrgur gerða sinna já :D

Nei það er nú ekki alveg þannig. Eins og Eyrún segir "Ef þú hefur út á dómarann að setja, eigðu orð við KSÍ". KSÍ getur ávítað dómara og væntanlega sett hann í bann þess vegna hlýtur að vera ef kært er hlutdrægni t.d.

En eins og í mörgu þá er dómarinn æðsti maður vallarins... Hann kveður hvort reglur séu brotnar eður ei og einfaldlega úrskurðar hvað sé rétt og rangt, og þér ber (sem leikmaður eða þjálfari) að virða dómarann sama hvað en þú getur kært hann ef þér finnst brotið á þér. Samanber lögreglu og dómsvald... Færi nú allt til fjandans ef háttsettir menn færu að segja eitthvað svona um lögreglu og dómsvaldið í fjölmiðlum og það sama er í þessu.

Sæþór (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 23:00

4 Smámynd: Eyrún Elva

Bendi jafnvel á þetta, mjög vel orðað í aðeins fleiri setningum en hjá mér.

Eyrún Elva, 5.9.2007 kl. 23:44

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er auðvitað ekki að réttlæta að vegið sé að æru manna en mér hefur sýnst að það megi bara ekki segja neitt. Ef menn segja í hita leiksins að dómarinn sé ekki starfi sínu vaxinn þá er slegið á puttana.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 23:51

6 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ekki alveg svona einfalt Gunnar. Það er hægt að segja að dómari hafi átt slakan dag á kurteisan hátt og síðan með níði. Eins er oftar en ekki mun auðveldara að leita skýringa á ógöngum hjá þeim svartklæddu en í eigin ranni.

Svo má líka snúa þessu við í þá átt að dómarar fari að tjá sig eftir leiki sem þeir dæma um knattspyrnulega getu þeirra sem þeir dæmdu hjá. Spurning hvernig sú gagnýni væri sett fram og ennþá stærri spurning hvernig henni yrði tekið.

Svo mættu nú íþróttafréttamennirnir stundum ganga lengra í að fá skýringarnar hjá þjálfurunum á því hvaða atriði þeir eru að gagnrýna hjá dómurunum og greina þau síðan og annað hvort samsinna eða reka ofan í þá.

Ragnar Bjarnason, 6.9.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband