Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hefur verið boðið til fundar, svokallaðrar yfirheyrslu, hjá öldungadeild Bandaríkjaþings, um orkumál nú í lok september. Það er í tísku núna að nýta jarðvarma til orkuöflunar og það hljóta að vera slæm tíðindi fyrir væntanlega andstæðinga álvers á Bakka við Húsavík. Ómar Ragnarson reitti sitt hár ef hann gæti það.
Jón G. Sólnes var gagnrýndur harkalega fyrir að berjast fyrir því að Kröfluvirkjun yrði að veruleika á sínum tíma. Ýmis ófrægingarorð voru látin falla um hann fyrir þá framsýni. Hann var vændur um að reisa sér mislukkaðan pólitískan minnisvarða. Vissulega gekk Kröfluvirkjun brösulega í goshrinunni á svæðinu 1975-1984. Meira að seigja kom hraunspýja upp úr einni borholunni. En í dag er starfið sem unnið hefur verið við nýtingu jarðvarmans á svæðinu orðin auðlind í sjálfu sér. Slíka þekkingu hafa Íslendingar öðlast á verkefninu.
Sömu ummæli fékk reyndar Halldór E. Sigurðsson á sínum tíma fyrir Borgarfjarðarbrúna og sannar að sjaldan orna þeir sér við eldana sem tendra þá.
Forseta Íslands boðið til fundar um orkumál á Bandaríkjaþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 5.9.2007 (breytt 6.9.2007 kl. 04:14) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég hikstaði nú aðallega á einu í þessari grein; "..er hann [Ólafur Ragnar] tók þátt í ráðstefnu um orkumál á vegum Glitnis í New York...".
Er forseti vor virkilega á þeytingi um heiminn á vegum einkafyrirtækja? Það þótti ekki gott hér um árið þegar Davíð Oddsson í embætti forsætisráðherra opnaði hamborgarastað með pompi og prakt.
Ég hélt satt að segja að forsetaembættið ætti að vera langt yfir svona lagað hafið.
Jón Bragi (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 18:53
Já maður setur spurningamerki við að ganga erinda einkafyrirtækja. Hvað segja forsvarsmenn annara fyrirtækja sem eru í samkeppni? Kannski í lagi að greiða fyrir samböndum almennt hjá fyrirtækjum í útflutningsgeiranum, enda hefur það oft verið gert.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.