Moldrok á Austurlandi

moldrok

Oft heyrist í umræðunni um Hálslón við Kárahnjúka, að vegna misjafnrar vatnsstöðu í lóninu þá verði mikið moldrok í þurrum Suð-Vestanáttum. Svo mikið að það verði jafnvel vandamál niður á fjörðum. Ekkert er gefið fyrir mótvægisaðgerðir. Þeir sem búa á Austfjörðum þurfa ekki Hálslón til að þekkja moldrokið. Oft er það svo mikið af Austurhálendinu að ekki er hægt að hengja út þvott. Á myndinni sem tekin var í dag, 4. sept. sést moldrokið sem leggst yfir Héraðsflóann og Vopnafjörð.

norð-aust

Á þessari mynd sem ég tók af http://blogg.visir.is/halldor/ má sjá Hálslón, merkt no. 4. Svæðið sem skapast við lægra vatnsborð er a.m.k. helmingi minna en lónið og það virkar nú agnarsmátt miðað við eyðisandana vestur af lóninu. Getur það virkilega skapað eins ógnarstórt vandamál og andstæðingar Kárahnjúkaframkvæmdanna vilja vera láta?


mbl.is Moldrok á haf út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er magnað hvernig áróðurinn gegn vatnsaflsvirkjunum getur undið upp á sig. Það má segja að úlfaldi sé gerður úr mýflugu, þessar myndir sýna það glöggt.

Benedikt Halldórsson, 5.9.2007 kl. 04:43

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, auk þess man ég ekki eftir moldroki nema á sumrin en þá er Hálslón í fyllingu, en tómt snemma vors.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 11:49

3 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Tek undir þetta, það þarf ekkert hálslón til að moldin fjúki.  Vandamálið er staðbundið og hefur ávallt verið.  Þó eru bændur upp til hópa mikið að vinna með ríkinu í að binda landið, sem er gott.

Garðar Valur Hallfreðsson, 5.9.2007 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband