Ég beið reyndar eftir þessum viðbrögðum biskups og þó ég sé ósammála honum í því að ekkert sé mönnum heilagt, þá eru viðbrögðin tiltölulega öfgalaus hjá honum, ólíkt því sem vænta má af sambærilegu frá Múslimum. En sem trúboði myndi ég fagna auglýsingunni því hún hlýtur að vekja athygli á síðustu kvöldmáltíðinni og þeim boðskap sem sú frásögn hefur að geyma.
Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 945786
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Áfall fyrir RÚV
- Hneykslaðar keddlíngar af báðum kynjum það versta sem til er í fordómasamfélaginu
- Gefum okkur að við værum geimfarar í risa-stóru móðurskipi sem að væri á ferð um geiminn og fyndum ósnortna plánetu með engu mannlífi eða byggingum, og við ætluð að setjast þar að; hvað myndum við skapa þar tengt stjórnkerfum og trúmálum?
- Endurreisn Alþingis
- Algjörlega hans ákvörðun..
- Viltu breytingar? Kjóstu þá breytingar
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Veirutímum sópað undir teppið
- Bandaríkjaþing með þingyfirheyrslur vegna óþekktra loftfara (UFO/UAP) - Geimverufræðin almennt
- Rétt ákvörðun á röngum forsendum.
Athugasemdir
Heill og sæll,
Þarna verð ég að vera þér ósammála. Sem trúboð missir þetta algjörlega marks.
Hvað er hann að boða? Hversu trúr er hann sögunni?
Þetta tvennt skiptir höfuðmáli. Hann skrumskælir söguna af síðustu kvöldmáltíðinni með þeim hætti að hún ruglar. Hvað er rétt með farið og hvað ekki og hvernig á fólk að greina þar á milli?
Vissulega dregur hún athyglina að síðustu kvöldmáltíðinni eins og dagurinn í dag hefur sýnt en boðskapurinn er þar hvergi sjáanlegur og auglýsingin dregur hann svo sannarlega ekki fram.
Spurning biskups er eðlileg enda held ég að mönnum sé afskaplega fátt heilagt í samfélagi okkar.
Spurning Halldórs Reynissonar í Íslandi í dag nú áðan var einnig mjög góð, en hann spurði hvort menn myndu taka helförina og matreiða með svipuðum hætti í auglýsingu.
Þess utan er auglýsingin smekklaus og Jóni Gnarr til minnkunar.
Gunnar R. Jónsson, 4.9.2007 kl. 20:23
Ah... nafni. Að sjálfsögðu er auglýsingin ekki trú sögunni, það voru t.d. engir símar á þessum tíma en ég held að fólk greini nú á milli auglýsingar og raunverulegrar Bíblíusögu. En í auglýsingunni er Júdas að taka við peningum fyrir að svíkja Jesú og það er kjarni sögunnar. Ég er viss um að slatti af fólki og kannski sérstaklega ungu fólki veit ekkert um Júdas og síðustu kvöldmáltíðina en auglýsingin gæti vakið áhuga einhverra til að kynna sér söguna betur. Annars var þetta með trúboðið í gamni sagt.
En samanburðurinn að taka helförina og matreiða með svipuðum hætti er út í hött. Þar erum við að tala um eitt mesta voðaverk mannkyns á seinni tímum, fólk sem lifði hana af er enn á lífi sumt og ættingjar og niðjar þeirra. Það væri bara dónaskapur gagnvart því fólki að hafa slíkt í flimtingum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2007 kl. 21:57
Þarna átti ég ekki við símanotkun frelsarans enda þyrfti talsverðan vanvita til þess að átta sig ekki á því fleira kemur til.
Ég er ekki sammála þér hvað það varðar að samanburðurinn við helförina sé út í hött. Píslarsagan er saga mannlegrar grimmdar og saga sem mörgum er mjög kær og heilög. Fjöldinn allur af fólki tekur mjög nærri sér þegar píslarsagan er höfð í flimtingum eins og þarna var. Þetta er fullkomlega sambærilegt.
Þó svo að enginn sé eftirlifandi af þeim sem upplifði atburðina á Golgata og aðdraganda þeirra þá stendur þessi saga fjöldamörgum mjög nærri og hana ber að umgangast af virðingu. Það er mergurinn málsins í þessu og það gerði Jón ekki.
Hvort voðaverk eru unnin í samtímanum eða fyrr á tímum skiptir engu. Það ber alltaf að umgangast slíka atburði af virðingu og ósmekklegt í hæsta máta að færa þær í búnings gríns og trúðsláta.
Gunnar R. Jónsson, 5.9.2007 kl. 09:49
Hvað get ég sagt, ef þér finnst þetta ósmekklegt. Um smekk verður ekki deilt. Þessi viðbrögð komu hinum trúaða grínara á óvart og ég held að töluverður hópur fólks sem telur sig trúað, taki í sama streng.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.