Pabbinn

banner6

Ég fór á sýninguna Pabbinn eftir Bjarna Hauk Þórsson í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar í samkomusal Grunnskóla Reyðarfjarðar í gærkvöldi. Frekar fámennt var á sýningunni, rúmlega 50 manns en ástæðan held ég sé fyrst og fremst sú að auglýsingum var eitthvað áfátt eða komu a.m.k. seint.

Verkið fjallar um þá lífsreynslu að verða pabbi í fyrsta sinn og er "One Man Show". Svona uppistandsbragur á þessu. Áhorfendur virtust skemmta sér vel en fyrir mína parta var þetta frekar fyrirsjánlegt allt saman og ég fékk það hreinlega á tilfinninguna að Bjarna hefði ekki tekist vel upp með sýninguna. Ágætir sprettir voru þó í sýningunni og mikið hlegið. Verkið tekur um 100 mínútur í flutningi með hléi. 

 illustration


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband