Systir mín var á ferðalagi á Hawai fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hún fór m.a. í hvalaskoðunarferð. Í ferðinni voru ferðamennirnir fræddir um hvali og stöðu hvalveiða í heiminum. Á þeim tímapunkti höfðu hvalveiðar Íslendinga verið í brennidepli. Upplýsingarnar sem ferðamennirnir fengu voru þær að aðallega 3 þjóðir stunduðu hvalveiðar, þ.e. Japanir, Norðmenn og Íslendingar og reyndi fræðarinn að gera hlut Íslendinga sem mestan. Systir mín snéri þá bakpoka sínum á hvolf svo ekki sæist íslenski fáninn á honum.
Nú er það auðvitað svo að heildarveiði Íslendinga var talin í að mig minnir 30 hrefnum og 5 stórhvelum, úr stofnum sem væri hægt að nýta algjörlega sjálfbært í mun meira magni. Norðmenn veiða nokkur hundruð hrefnur og Japanir enn meira. En lang mesta hvalveiðiþjóðin eru Bandaríkjamenn sjálfir, samlandar þess sem fræddi, með um 1000 veidda hvali á ári. Hræsni þeirra sem eru á móti hvalveiðum á sér fá takmörk, því auðvitað vita þeir hverjir veiða hvað í heiminum. Það er auðvitað spurning í ljósi þessa, hvort hagsmunir okkar séu nægilega miklir að halda þessum veiðum áfram þó markaður finndist fyrir kjötið. En það er ömurlegt að lúffa fyrir ósanngjarnri gagnrýni.
![]() |
Bretar fagna yfirlýsingu sjávarútvegsráðherra um hvalveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 947504
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Eftirlitsstofnun ríkisins sektar ríkisfyrirtæki
- Áttum aldrei möguleika
- Herkænska
- Frankfúrt skólinn og Sjöunda sprautan
- Annarlegar hvatir leftista
- Ég nenni ekki andlit meðalmennskunnar í menntakerfinu
- Borgarstjóri og innri endurskoðun
- (Ríkis)borgararéttur eða borgaraskapur?
- Hinn ómetanlegi liðsauki Hamas
- Ríkið það er ég
Athugasemdir
Sæll Gunnar. Ég er sammála þér, það er hart að þurfa að láta svona vitleysinga stjórna sér. Færeyingum hafa heldur ekki látið segjast og stunda hvalveiðar, sjá myndir hér frá því í sumar:
http://www.portal.fo/myndafrasogn.php?tn=874
Þorsteinn Sverrisson, 30.8.2007 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.