Ég tók þessa mynd í gær og var að reyna að fanga sérkennilega byrtu í skýjunum á austurhimninum á Reyðarfirði. Hún skilaði sér ekki vel á myndinni en í forgrunni hennar er rafstöðvarhúsið neðst í Rafstöðvargilinu (sem eflaust heitir eitthvað annað). Mér datt þá í hug að koma með smá fróleiksmola um rafstöðina og tilurð hennar, af vef Fjarðabyggðar. Nánar má lesa um Sögu Rafveitu Reyðarfjarðar HÉR
Hinn 1. apríl árið 1930 verður ætíð talinn mikill hátíðisdagur í sögu Reyðarfjarðar og í lífi íbúanna þar. Þann dag voru vélar rafstöðvarinnar ræstar í fyrsta sinn og straumi hleypt á kauptúnið innan Búðarár. Gamansamur náungi kvað þá þessa vísu:
Apríl fyrsti á sitt hrós
Árin þegar líða.
Höfðingjarnir hafa ljós,
hinir mega bíða!
En til gamans má geta þess, að Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri, átti heima innan ár eða nánar tiltekið í Hermes. En biðin varð ekki löng og örfáum dögum síðar var straumi hleypt á ytri hlutann og við það varð ljós um allan bæ! Virkjun Búðarár var stórvirki síns tíma, ekki síst þegar haft er í huga, að atvinna var ótrygg og fátækt mikil og almenn. Sveitarstjórnin hafði í mörg horn að líta. Eigi að síður var hafist handa og ríkti mikill áhugi meðal þorpsbúa um framgang málsins.
Árið 1929, hinn 12. janúar, var haldinn fjölmennur borgarafundur um málið. Fyrir fundinum lá áætlun, um rafvæðingu Búðarár, frá Sigurði Vigfússyni. "Hann telur ána skila 300 hestöflum og kostnað við að virkja 200 hestöfl kr. 80.000", eins og segir í fundargerðinni. Mikill áhugi og eindrægni ríkti á fundinum. Var skorað á hreppsnefnd að fylgja málinu eftir og tók hún það fyrir á fundi aðeins fjórum dögum síðar.
Nefnd sem starfað hafði á milli funda, skilaði skýrslu um málið og greindi Þorsteinn Jónsson frá framgangi þess. Fundurinn heimilaði hreppsnefnd að taka lán "til virkjunar Búðarár allt að kr. 90.000 til 20-30 ára." Fundinn sátu 79 og greiddu allir atkvæði með heimildinni nema 2!
Þorpsbúar tóku nú höndum saman, ruddu bílfæran veg upp að stíflu og grófu fyrir stöðvarhúsi og þrýstvatnspípu allt í sjálfboðavinnu. Sýnir þetta vel áhuga og samheldni Reyðfirðinga í þessu mikla framfaramáli. Síðar um sumarið fékkst svo lánið með áðurnefndum skilyrðum. Rekstur skyldu notendur greiða með ábyrgð hreppsins, ef menn stæðu ekki í skilum. Hreppsnefnd ákvað á fundi sínum 12. September, að tilhlutan rafnefndar, að útvega kr. 10.000.00 lán "til að gera þorpsbúum kleift að komast yfir innlagningartæki", eins og segir í fundargerð. Hér er átt við búnað heimilanna, svo sem ofna, eldavélar, lampa o.fl.
Árið 1958 tengist rafveitan samveitukerfi Rarik (Grímsárvirkjun) og hefur keypt viðbótarrafmagn þaðan eftir þörfum. Hins vegar er hún eina rafveitan á Austurlandi, sem ekki hefur verið sett undir rekstur Rafmagnsveitna ríkisins.
Starfræksla Rafveitu Reyðarfjarðar hefur markað djúp spor í atvinnu- og menningarlífi staðarins síðustu sjötíu ár og hefði þróun hans orðið að líkindum allt önnur og hægari, ef hennar hefði ekki notið við. Hún kom svo sannarlega á réttum tíma. Heiður og þökk sé frumherjunum, sem af fádæma stórhug og bjartsýni á tímum kreppu og atvinnuleysis báru þetta mikla framfarmál fram til sigurs.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
- Sólveig Anna með kjarkinn.
- Er þetta virkilega að vera fáránlega fær?
- Óeðlilegar verkfallsaðgerðir
- Að velja sér viðmið
- Bæn dagsins...
- Stríð og friður á Samstöðinni
- Heimssýn á Samstöðinni
Athugasemdir
Það er greinilega rómantík í himinhvolfinu yfir Reyðarfirði.
Þarna í grenndinni eru gömlu Sómastaðir þar sem Hans Beck, afi konunnar minnar bjó, löngu fyrir og nokkru eftir aldamótin 1900.
Hann hefur greinilega fengið rómantíkina í lið með sér. Tvígiftur eignaðist hann 24 börn" og sá honum enginn bregða."
Hann var einn af hvatamönnum við stofnun fyrstu Fríkirkju á Íslandi og eitt af hans verkum sem vert er að sagan geymi var það að honum var falin málsvörn er réttað var yfir Sölva Helgasyni- Sólon Íslandus vegna ýmsrar hvinnsku í hreppnum. Meðal annars hafði hann stolið húfu hreppstjórans sem auðvitað er aldeilis vítavert eins og allir eiga að geta skilið.
Varnarræðan mun vera í eigu eins afkomenda gamla mannsins, alnafnans Hans Beck yfirlæknis á Reykjalundi, sem er sonarsonur, en faðir hans var Unnsteinn Beck lögfr. og fulltrúi tollstjóra.
Mér er sagt að einum afkomenda Sómastaðabóndans, Guðmundi Beck á Kollaleiru sé ekki vært á svæðinu lengur vegna andstöðu hans við Kárahnjúkavirkjun og álver.Árni Gunnarsson, 30.8.2007 kl. 14:45
Takk fyrir fróðlegt innlegg Árni. Ég rak garðyrkjufyrirtæki í nokkur ár og það hét Sómastaðir ehf.
Guðmundur Beck, bóndi á Kollaleiru hótaði því að flytja burt af ríkisjörð sinni ef álver risi í firðinum, og hann stóð við það. Hann býr nú á Akureyri. Það hlálega var nú, að hann var fyrstur manna að fá einhvern aur úr framkvæmdunum hér eystra því hann útvegaði eggin í risastóra köku sem bökuð var á þeim mikla hátíðisdegi, 15. mars 2003, þegar samningar voru undirritaðir við Alcoa í íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Auk þess starfaði hann við húsbyggingar í aukavinnu í þorpinu eftir að framkvæmdir hófust, en hér hafði ekki verið byggt íbúðarhús í áratug fyrir framkvæmdir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2007 kl. 15:02
Hann hefur þó staðið við hótunina.
Árni Gunnarsson, 30.8.2007 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.