Ferðamenn á Austurlandi

b912d7a2e638afb2

Gistinóttum á hótelum landsins á fyrstu sex mánuðum ársins fjölgaði um 17% milli ára. Gistinætur á hótelum fyrstu sex mánuði ársins samanlagða voru 564.300 en voru 484.300 fyrir sama tímabil árið 2006. Fjölgun varð á öllum landsvæðum. Mest var hún þó á Austurlandi þar sem gistináttafjöldinn jókst um 23%. Aukningin nam 20% á Norðurlandi, 17% á höfuðborgarsvæðinu, 12% á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum og 11% á Suðurlandi.

Fjölgun gistinátta fyrstu sex mánuði ársins skiptist þannig að gistinóttum útlendinga fjölgaði um 19% og Íslendinga um 9%.  Heimildir frá Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands.

Það væri gaman að fá skýringu á þessu frá þeim sem barist hafa hvað hatrammast á móti Kárahnjúkavirkjun og álverinu á Reyðarfirði. Ein röksemda andstæðinga framkvæmdanna var sú að þetta myndi rústa ferðamannaiðnaðinum hér eystra. Sömu rök viðhafa þeir nú, sem eru á móti olíuhreinsunarstöðinni fyrir vestan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband