Um rútuslysið

Hálfgerð móðursýki hefur ríkt vegna sjúkratrygginga hinna ólöglegu verkamanna sem lentu í rútuslysinu í Bessastaðabrekku í Fljótsdal. Fréttamenn sem fjalla um slysið virðast velta sér mikið upp úr því að mennirnir séu ótryggðir og spyrja í framhaldinu hver borgi. Þar sem þetta er umferðarslys en ekki vinnuslys, þá borga tryggingar rútunnar að sjálfsögðu allan sjúkrakostnað og hugsanlegar örorkubætur. Engu máli skiptir þó þeir hafi starfað hér ólöglega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þessir útlendingar þurfa ekki pappíra fyrstu 3 mánuði samkvæmt lögum og er þá sendir til baka(heim)(Íslenska kerfið er seint) og innan þess tíma kemur ný sending af útl. þannig að þetta er löglegt hjá fyrirtækjum að gera þetta en að sjálfsögðu siðlaust.

Sem sagt útl. eru farnir þega að loksins eru komnir pappíriar um þá.

Þetta virðist vera leikur hjá nokkrum fyrirtækjum

Einar Bragi Bragason., 29.8.2007 kl. 09:17

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einmitt það. Það þarf að taka á þessum málum, skýrar reglur og viðurlög í framhaldinu. Takk fyrir kommentið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.8.2007 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband