Special Agent, Sæmi Rokk

Mér brá nú bara þegar ég las í þessari frétt að Bobby Fischer teldi Sæmund Pálsson vera útsendara leyniþjónustu Bandaríkjamanna, CIA og slitið vinskap við hann. Bobby%20Fischer%20aboard%20the%20jetplane%20arrv%20Iceland%20(2)Sorglegt og þetta hlýtur að vera sárt fyrir Sæmund að upplifa sinn gamla vin svona veikan.

Það kemur einnig fram í greininni að hugsanlega sé of seint fyrir Fischer að leita sér læknishjálpar. Það er e.t.v. ekki hægt að hjálpa mönnum í þessari stöðu ef þeir vilja það ekki sjálfir, en ég hélt samt að það væri aldrei of seint að leita sér andlegrar aðstoðar.

bobby-fischer-life-nov-12-1971

Sú "skáksprengja" sem átti sér stað á Íslandi 1972, þegar einvígi Fishers og Spasský var háð í Reykjavík, skapaði eftirminnilega skák kynslóð íslenskra skákmanna með þá Helga Ólafsson, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason og stuttu síðar Jóhann Hjartarson í broddi fylkingar. Mér er til efs að nokkur þjóð eigi fleiri stórmeistara í skák miðað við höfðatölu en við Íslendingar.

Mér er minnistætt þegar ég var í sveit 1971, þá 11 ára gamall, að bóndinn á bænum, ungur maður sem þar bjó ásamt móður sinni, hafði mikinn skákáhuga og sagði okkur sögur af snillingnum Bobby, hvernig hann malaði andstæðinga sína með fáheyrðum yfirburðum. Að tefla 6 skáka einvígi við fremstu skákjöfra þess tíma og vinna 6-0 verður aldrei aftur leikið. Mínum skákáhuga á ég þessu einvígi að þakka og í Skuggahverfinu, þar sem ég bjó á þessum árum, héldum við strákarnir mörg skákmót.

 


mbl.is Fjallað um Bobby Fischer í El País
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, þegar þessi klukka kom fyrst á markaðinn, mig minnir í kringum 1990, þá vorum við strákarnir fljótir að fjárfesta í einni og notuðum ekki annað eftir það. Svo þegar ég fór að tefla á ICC 1995 þá notuðu flestir viðbótartímann þar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef ekki verið skráður þar í ein 4 ár en hét þá Barlow, náði hæst um 2000 stigum en var mest í 17-1800. Skáklífið hér eystra er ekki mjög fjörugt en ég tefldi þó um daginn fyrir Austurland gegn úrvalsliði frá Færeyjum í hraðskákmóti og fékk 3,5 v af 10, var bara sáttur við það því ég hef lítið sem ekkert teflt í 4 ár. Hef verið að færast yfir í Bridge undanfarin ár.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2007 kl. 23:10

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, hann er efnilegur

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband