Mér brá nú bara þegar ég las í þessari frétt að Bobby Fischer teldi Sæmund Pálsson vera útsendara leyniþjónustu Bandaríkjamanna, CIA og slitið vinskap við hann. Sorglegt og þetta hlýtur að vera sárt fyrir Sæmund að upplifa sinn gamla vin svona veikan.
Það kemur einnig fram í greininni að hugsanlega sé of seint fyrir Fischer að leita sér læknishjálpar. Það er e.t.v. ekki hægt að hjálpa mönnum í þessari stöðu ef þeir vilja það ekki sjálfir, en ég hélt samt að það væri aldrei of seint að leita sér andlegrar aðstoðar.
Sú "skáksprengja" sem átti sér stað á Íslandi 1972, þegar einvígi Fishers og Spasský var háð í Reykjavík, skapaði eftirminnilega skák kynslóð íslenskra skákmanna með þá Helga Ólafsson, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason og stuttu síðar Jóhann Hjartarson í broddi fylkingar. Mér er til efs að nokkur þjóð eigi fleiri stórmeistara í skák miðað við höfðatölu en við Íslendingar.
Mér er minnistætt þegar ég var í sveit 1971, þá 11 ára gamall, að bóndinn á bænum, ungur maður sem þar bjó ásamt móður sinni, hafði mikinn skákáhuga og sagði okkur sögur af snillingnum Bobby, hvernig hann malaði andstæðinga sína með fáheyrðum yfirburðum. Að tefla 6 skáka einvígi við fremstu skákjöfra þess tíma og vinna 6-0 verður aldrei aftur leikið. Mínum skákáhuga á ég þessu einvígi að þakka og í Skuggahverfinu, þar sem ég bjó á þessum árum, héldum við strákarnir mörg skákmót.
Fjallað um Bobby Fischer í El País | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 946137
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Já, þegar þessi klukka kom fyrst á markaðinn, mig minnir í kringum 1990, þá vorum við strákarnir fljótir að fjárfesta í einni og notuðum ekki annað eftir það. Svo þegar ég fór að tefla á ICC 1995 þá notuðu flestir viðbótartímann þar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2007 kl. 22:43
Ég hef ekki verið skráður þar í ein 4 ár en hét þá Barlow, náði hæst um 2000 stigum en var mest í 17-1800. Skáklífið hér eystra er ekki mjög fjörugt en ég tefldi þó um daginn fyrir Austurland gegn úrvalsliði frá Færeyjum í hraðskákmóti og fékk 3,5 v af 10, var bara sáttur við það því ég hef lítið sem ekkert teflt í 4 ár. Hef verið að færast yfir í Bridge undanfarin ár.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2007 kl. 23:10
Já, hann er efnilegur
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2007 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.