Um lærdóm

Meistarinn sagði: „You, hefurðu heyrt um dygðirnar sex og lestina sex?“

Hann svaraði að það hefði hann ekki.

„Sestu hérna hjá mér, ég skal segja þér frá þeim. Þeim sem er annt um góðmennsku án þess að vera námfús er hætt við einfeldni. Þeim sem er annt um visku án þess að vera námfús er hætt við ístöðuleysi. Þeim sem er annt um orðheldni án þess að vera námfús er hætt við óhæfuverkum. Þeim sem er annt um heiðarleika án þess að vera námfús er hætt við umburðarleysi. Þeim sem er annt um hugdirfsku án þess að vera námfús er hætt við að vera uppreisnargjarn. Og þeim sem er annt um harðfylgi án þess að vera námfús er hætt við óbilgirni og ofstopa.“

(Speki Konfúsíusar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Holl pæling, a.m.k. fyrir mig

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.8.2007 kl. 02:20

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Meinholl .... fyrir mig líka. 

Anna Einarsdóttir, 25.8.2007 kl. 12:03

3 identicon

veistu... ég held að þetta sé bara ekki svo fjarri sanni.. þó þeir námsfúsu geta líka verið með alla lestina 6...

Björg F (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 22:29

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg rétt Björg, en það skemmtilega við Konfúsíus er að hann alhæfir sjaldan eða aldrei. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.8.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband