Ég fór til Egilsstaða snemma á sunnud.morguninn með farþega á flugvöllinn og þegar ég kem niður í Egilsstaðaskóg af Fagradalnum, keyri ég fram á blóðslettur og inniflaslitrur á veginum. Mig grunaði strax að þarna hefði verið keyrt á kind en sá enga við veginn og hélt því áfram og skilaði af mér farþeganum. Í bakaleiðinn stoppaði ég við staðinn og svipaðist um og fann þá dautt lamb neðan við vegbrúnina og um 10 metrum neðar var annað lamb, lifandi. Lambið virtist liggja þar makindalega eins og það væri að hvíla sig. Ég gekk í áttina að því og þegar ég nálgaðist, kraflaði það sig áfram á framfótunum. Afturfæturnar voru lamaðar en það sá ekkert á lambinu. Ég hringdi strax í lögregluna og lét vita af þessu og þeir komu (vonandi strax) og hafa væntanlega aflífað greyið á staðnum
Það sló mig óhugur að nokkur manneskja skuli geta yfirgefið svona lagað án þess að láta vita og skilja slasaða lambið svona eftir fyrir neðan veginn þar sem ekki sást til þess.
Það er reyndar fáránlegt, að á Fagradal gengur fé laust og þar eru engar girðingar og þeir sem verða fyrir því óláni að keyra á kind eru í órétti. Ekki nóg með að engar bætur fást fyrir ökutækið, nema það sé kaskótryggt, heldur þarf ökumaðurinn að bæta tjón fjáreigandans. En það afsakar ekki að ökumaðurinn skilur eftir stórslasað lambið og lætur engan vita. Hann (hún) hefði getað látið einhvern hringja fyrir sig ef verið var að reyna að komast undan bótaábyrgð gagnvart bóndanum.
Gera þarf bragabót strax girðingamálum og/eða lausagöngu búfjár við veginn um Fagradal en þar fara 1000 bílar um á dag. Eða verður ekkert gert í málinu fyrr en manntjón hlýst af þessu?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 63
- Frá upphafi: 946016
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvað gerðist?
- Forsendan fór fyrir lítið
- Skatta- og gjalda hækkanir framundan hjá ríki, sveitarfélögum og fyrirtækjum
- Að festast í gíslingu ofstækisfólks
- Höfundur þessarar síðu óskar hér með allri heimsbyggðinni GLEÐILEGRA JÓLA með söng þessarra huggulegu kvenna:
- Jólakveðjur af svölunum eru ódýrari en hjá Rúvsinu
- Strandveiðar – ESB-umsókn
- Einelti, hér og þar!
- Bæn dagsins...Orðtök um hyggindi..
- Fyrst að skemma, svo að plástra
Athugasemdir
Gríðarlega góð færsla um mál sem þarf að komast meira í umræðuna. Ég er bóndadóttir úr sveit og man aldrei til þess að bílstjóri sem kom (yfirleitt miður sín) með lamb, hund eða annað sem þeir kunna að hafa ekið yfir nálægt býlinu, væru beðnir um skaðabætur. Þá var frekar hlaupið til og girðingar yfirfarnar og lagaðar ef þurfti.
En kannaðist því miður við mann sem frægur var fyrir að allt að því beita truntunum sínum á hraðbrautina.. vegna þess að bæturnar sem hann fékk fyrir "þessa ómetanlegu gæðinga" var miklu hærri en hann hefði fengið fyrir kjötið í sláturhúsinu.
En að aka á skepnu og skilja hana eftir særða án þess að gera viðvart, dæmir einfaldlega skepnuna sem ók.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.8.2007 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.