Ég heyrði brot úr morgunþætti á Bylgjunni í morgunn þar sem rætt var um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Atli Gíslason lögmaður og þingmaður VG var meðal viðmælenda og sagðist hann leggja að jöfnu líkamsárásir ofbeldismanna og akstur undir áhrifum og refsingar ættu að vera í samræmi við það.
Nú mun ég seint réttlæta akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna en ég tel þó þessa glæpi ekki sambærilega. Ég er þó síður en svo að mæla með að vímuefnaakstur sé tekin einhverjum vettlingatökum og ef ökumaður undir áhrifum veldur slysi, þá á hann auðvitað að fá harðann dóm.
Lögmaðurinn hefur oft verið í sviðsljósinu undanfarin misseri vegna kynferðisofbeldismála og bent á brotalamir í þeim málaflokki sem er vel en refsigleði virðist vera hans aðalsmerki og helst á honum að skilja að nóg sé að vera grunaður um slíkan glæp til þess að viðkomandi sé læstur inni og lyklinum hent.
Refsigleði Bandaríkjamanna virðist VG þingmaðurinn taka sér til fyrirmyndar en allir vita að sú leið skilar engum árangri og hefur ekkert forvarnargildi. Heift og hefnd á ekki að vera drifkraftur dómskerfisins og árangur á ekki að mælast í fjölda fanga í fangelsum, frekar í hinu gagnstæða, fæð þeirra. En í stað langrar fangelsisvistar þurfa þá að koma önnur úrræði, sérstaklega meðal yngri afbrotamanna. Hvort er hagkvæmara fyrir þjóðfélagið; fangavörður að gæti fanga sem er lokaður inní klefa, aðgerðarlaus með hendur í skauti, bíðandi eftir að losna út, eða kennari, sálfræðingur eða endurhæfingafulltrúi að vinna með afbrotamanninum í að byggja hann upp?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 945812
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- MÍNIR MENN KLÚÐRUÐU LEIKNUM Á SÍÐUSTU FIMM MÍNÚTUNUM........
- Viðreisnarvilla vill leiða þjóð okkar afvega
- Nýju fjölmiðlarnir
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Reistir við af þjóðinni, til hvers.?
- Handtökuskipun ICC á Netanyahu og Gallant
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
- -geisp-
- Hver er beinþynningar tölfræðin
Athugasemdir
Sammála Gunnar. Við eigum að forðast ofstæki.
Þorsteinn Sverrisson, 13.8.2007 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.