Snæfell séð til suðurs. Valþjófstaðafjall neðan við til hægri en inn í því er stærsta vatnsaflsvirkjun landsins, sem tekin verður í notkun í október nk., Fljótsdalsvirkjun, 660 MW.
"Snæfell er hæsta staka fjall landsins, 1833 m yfir sjó. Það sést víða að og útsýnið af tindi þess er geysivítt á góðum degi. Það er nokkuð keilulaga, enda forn megineldstöð, sem hefur ekki rumskað undanfarin 10 þúsund ár. Það mun hafa myndazt síðla á ísöld og er því yngsta eldstöð Austurlands. Vegna þess, hve hátt það rís, hverfa efstu fannir þess ekki á sumrin. Það er tiltölulega auðvelt að klífa fjallið frá sæluhúsi Ferðafélagsins. Vestan Snæfells og austan Jökulsár á Brú eru Vesturöræfi og vestan hennar Brúaröræfi. Á báðum þessum öræfum eru meginstöðvar hreindýranna auk Kringilsárrana. Norðan Snæfells eru Nálhúshjúkar og sunnan þess eru Þjófahnúkar, en þaðan er gott útsýni yfir Eyjabakkasvæðið. Skemmtileg gönguleið liggur frá Snæfelli yfir Eyjabakkajökul að skála við Geldingafell og þaðan suður Lónsöræfi. Í Eyjabakkajökli eru tíðum stórkostlegir íshellar". (http://www.nat.is/travelguide/snaefell_ferdavisir.htm )
Snæfell séð til austurs, nálægt skálanum.
Það var hringt í mig frá upplýsingamiðstöð ferðamanna á Egilsstöðum og ég beðinn að fara með 4 austurríska fjallagarpa að skálanum við Snæfell. Eftir að ég hafði kynnt mér hvernig var að fara á staðinn á eins drifs fólksbíl, þá mætti ég á sunndudaginn kl. 14 á uppl.miðstöðina og hitti þar fyrir tvenn pör, hvert þeirra með úttroðna bakpoka, (samtals um 100 kg). með viðlegubúnaði til viku gönguferðar frá Snæfelli til Hafnar í Hornafirði um Lónsöræfi. Þegar tekist hafði að troða farangrinum í skottið með lagni, var haldið af stað þessa 94 km leið en ég neita því ekki að ég hafði smá áhyggjur af bílnum svona þungt lestuðum með fólk og farangur.
Leiðin er greið, bundin varanlegu slitlagi um Fljótsdalsheiðina, þökk sé Kárahnjúkavirkjun, en síðustu 12 km. að Snæfellsskála er dæmigerður hálendisvegaslóði, með nokkrum óbrúuðum lækjarsprænum sem lítið er í á þessum árstíma svo allt gekk eins og í sögu, utan þess að ég heflaði slóðan á nokkrum stöðum með plasthlífinni undir vélinni á Passatinum mínum.
Fyrir daga Kárahnjúkavirkjunar var ég árlegur gestur á þessu svæði á haustin þegar ég fór til rjúpna. Vegurinn, sem þá var lítið annað en seinfær slóði, var einnig lagður af Landsvirkjun á sínum tíma, þegar rannsóknir fóru fram á virkjunarkostum við Eyjabakka og við Kárahnjúka.. Fljótsdalsheiðin er lygilega stór og flöt og merkilega mikill gróður þarna, graslendi víða en hæð heiðarinnar er 5-600 m.y.s.Komin í Snæfellsskála. Stúlkurnar fóru strax inn að tala við skálavörðinn. Þrátt fyrir þungbúið veður voru þau ekki á því að nýta sér skálann, heldur sögðust ætla að tjalda. Fjallagarparnir fjórir tilheyra ferðaklúbb í Austurríki og þegar annar strákanna hafði tekið mynd af mér við leigubílinn, létu hann mig hafa bréfsnepil með slóðinni: http://www.tourenwelt.at/ og sagði mér að fylgjast með því myndir úr ferðinni ætluðu þau að birta á þessari heimasíðu.
Flokkur: Bloggar | 7.8.2007 (breytt 8.8.2007 kl. 10:03) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Belenusar völva
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum liggur nú fyrir. Afleiðingar fyrir Bandaríkin eru sennilega -- hagkerfi þeirra fellur í kreppu fyrir nk. árslok!
- Hlýindaspá
- Drukkinn sjómaður óskar eftir sparnaðarráðum. (Reykjavíkurborg)
- -stríðsvætturinn-
- Þórdís með stjórnarliðum
- Framhald á kynningu á þeirra geimskipum:
- Við viljum fríverslun!
- Aðeins íbúakosning getur bjargað Grafarvoginum frá "eyðileggingu"
- Lán Í óláni
Athugasemdir
Þetta var meiriháttar skemmtileg og fróðleg lesning og eins og venjulega færðu mikið hrós fyrir myndirnar.
Jóhann Elíasson, 8.8.2007 kl. 14:10
Myndirnar eru reyndar ekki mínar, teknar af netinu nema síðasta, en takk fyrir Jóhann
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2007 kl. 16:21
Þú hefur semsasgt komist þetta... Það var ágætt að ég skyldi ekki ljúga neinu í þig með veginn.
Eiður Ragnarsson, 21.8.2007 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.