Ég er á móti mansali og hverskyns ofbeldi en ég dreg það stórlega í efa að þær stúlkur sem stundað hafa þessa atvinnugrein á Íslandi séu þvingaðar til þess. Ef slíkt sannaðist í einhverju máli þá ber að taka á því af fullri hörku.
Ég nota ekki þá þjónustu sem þessar stúlkur hafa að bjóða en fór nokkrum sinnum inn á svona staði fyrir mörgum árum síðan. Mér finnst að lögreglan hafi nóg annað að gera en að eltast við þetta og þar með að BÚA TIL glæpamenn með tilheyrandi kostnaði og óhamingju.
Mér finnst að hávær minnihlutahópur róttækra feminista hafi gert lögregluyfirvöld lafhrædd við sig og með því að ofsækja svona starfsemi þá muni hún færast neðanjarðar með greiðari tengingum við raunverulega glæpastarfsemi, eiturlyf o.fl.
Mér finnst það fáránlegt áhugamál að leita uppi klám í öllum hornum og enn fáránlegra að halda að því verði útrýmt. Barnaklám, nauðganir og mansal er ekki eitthvað sem þrýfst ofanjarðar en með því að þrýsta öllu sem heitir nekt, klám, erótík o.s.f.v., niður í undirheimastarfsemina þá mun verða greiðari tenging á milli hrottalegra glæpa og saklausrar afþreyingar.
Lögregla lokaði skemmtistað í Lækjargötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖRIN TIL AÐ SINNA EÐA EITTHVAÐ ANNAÐ?????
- Heilbrigt og réttlátt samfélag
- Bæn dagsins...
- Halla snúið við á mánuði
- Framtíðin er komin, og einhver vél er til sem slappar af fyrir þig
- Tæling Englands
- Sprellfyndin menning
- Draga upp ranga mynd
- Draga upp ranga mynd
Athugasemdir
Vændi verður aldrei fjarlægt úr samfélaginu. Vændi er áreiðanlega meinholl afþreying ef hún er stunduð í notalegu umhverfi og þar að auki ábatasöm.
En ætli þriðji aðili að koma til skjalanna, þvinga illa staddan einstakling til athæfisins og í eigin ábataskyni er ástæða til að vera á verði. Þá snýst þetta ekki lengur um hið marglofaða frelsi einstaklingsins.
Karl sem lætur freistast af "gleðikonu", tekur hana tali og falar af henni kynlíf sem hann greiðir fyrir umsamið verð er að minu mati ekki að misnota konuna. Miklu frekar sýnist mér hið gagnstæða. Hún leggur snörur sínar og karlinn gengur í þær. Hann greiðir fyrir umsamið verð og síðan hefst veislan. Þarna er karlinn algerlega á valdi konunnar og að lokinni athöfn getur hún niðurlægt hann ef henni sýnist með ónotalegum athugasemdum.
Málið hefur nefnilega margar hliðar.
Þegar kemur að ályktunum þínum varðandi það að leita uppi klám í öllum hornum og áhugamál einhverra í þeim efnum er ég ekki viss um að ég skilji þig alveg. Ekki finnst mér annað koma til mála en að leita með öllum tiltækum ráðum að sjúklegu athæfi eins og söfnun og varðveislu barnakláms.
Kynlíf með börnum er dýpsta þrep sjúklegs og glæpsamlegs athæfis sem ég hugsa til. Að leita uppi þau kvikindi sem finna sér nautn í að horfa á eða taka þátt í slíku tel ég eitt brýnasta mál samfélagsins.
Árni Gunnarsson, 3.8.2007 kl. 17:01
Alveg sammála ykkur báðum. Það sem ég á við Árni með að leita uppi klám í öllum hornum, þá er ég að vísa til talskvenna feminista á Íslandi sem hlada úti blog-síðum hér ogég kíki gjarnan á. Hjá þeim virðist fátta annað komast að en að finna klám og hneikslast á því. Frekar dapurt áhugamál að mín mati.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.8.2007 kl. 17:51
Annars var ég ekkert endilega að tala um vændi. Mbl. greinin sem pistill minn vísar í er um lokun á skemmtistað þar sem nektardans fór fram. Hvort vændi viðgekkst þar aukalega hef ég ekki hugmynd um.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.8.2007 kl. 17:57
Ég tek undir með Guðlaugi. Ég skil ekki þá sem verja þessa staði í nafni frelsisins. Það bendir margt til þess að innan þessara lastabæla þrífist allskyns viðbjóður, brot á mannréttindum þeirra ógæfusömu kvenna sem þar starfa, vændi o.m.fl. Hvað með frelsi þeirra kvenna, sem eru lokaðar inni á búllunum, samkvæmt því sem fram hefur komið í fréttum? Er frelsi þeirra einskis virði?
Meðan leynd hvílir yfir þessari vafasömu starfsemi þá er hætta á að óprúttnir menn nýti sér neyð þessara kvenna, sérstaklega frá austantjaldslöndum, til að hneppa þær í þrældóm og féfletta siðleysingja sem villast inn á þessar búllur.
Svo minni ég á að þessi tiltekni veitingastaður hafði ekki leyfi til að halda nektarsýningar. Hafi hann verið staðinn að því voru eigendur staðarins að brjóta lög.
Theódór Norðkvist, 3.8.2007 kl. 23:50
Ég fæ ekki séð í ofanrituðum færslum að neinn hafi borið lof á starfsemi á borð við þá sem þið Guðlaugur og Theódór eruð að lýsa.
Klám og vændi eru afstæð hugtök. Um þau er vandasamt að alhæfa hvar mörkin skuli liggja.
En ég er þeirrar skoðunar að þegar þörf fyrir að fullnægja eðlilegri kynhvöt er gerð refsiverð þurfi löggjafinn að gæta sín afar vel.
Árni Gunnarsson, 4.8.2007 kl. 00:05
Vil bæta því við að kannski er vandinn mestur við að skilgreina hugtökin þolandi annars vegar og þátttakandi hinsvegar.
Árni Gunnarsson, 4.8.2007 kl. 00:07
Hvað er eðlileg kynhvöt? Afstætt hugtak, eins og klám og vændi? Vændi er löglegt í dag, því miður. Að mínu mati er eðlileg kynhvöt þegar maður og kona verða ástfangin og ganga í hjónaband.
Theódór Norðkvist, 4.8.2007 kl. 01:22
Hverri konu er í sjálfval lagt að selja blíðu sína eða skemmta öðrum á einhvern hátt með líkama sínum. Þegar hins vegar bætist þriðji aðili inní viðskiptin vandast málið og verður því oft misnotkun. Mannsal og tilneyddar vændiskonur og öll önnur kynlífs misnotkun er það hræðilegasta ofbeldi sem við þekkjum og held ég að flestir séu sammála um það. Mín skoðun er að því meira sem frelsið er og því betur sem þetta er uppi við, því betur verjum við mannréttindi þeirra sem kjósa að starfa við þetta. Hrottar og illmenni Þrífast best á banninu. Vændi eða einhverskonar sala á unaði og hinni huldu dulúð nektarinnar hættir aldrei, því skulum við taka á þessu með skinsemi.
Hef sjálf farið á nektarstaði og gat ekki betur séð en að karlarnir væru fórnalömbin og enginn annar. En því miður er kynlífsiðnaðurinn í sinnu smæstu mynd þar.
Halla Rut , 5.8.2007 kl. 00:01
Umburðarlyndi á Íslandi er á undanhaldi. Íslenskum stöðum er synjað um leyfi vegna þess að til eru dæmi um að mansal tengist nektardansstöðum í útlöndum. Leyfissynjanir eru m.o.ö. byggðar á skoðun og tilfinningu en ekki staðreyndum. Það er ekki boðlegt og hlýtur að stangast á við lög.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 5.8.2007 kl. 10:28
Ég man ekki eftir því að eitthvað alvarlegt gerðist á Goldfinger svo það komst í heimspressuna á Íslandi? Getur það ekki þá þýtt að ekkert gríðarlega vafasamt er í gangi þar á bæ? Einnota þingmenn þora ekki annað en að hlýða á þennan falska kór, því það er PC (political correct).
Allar þessar ásakanir eru fordómar, dylgjur og athyglissýki. Ekkert hefur verið sannað.
Íslenskt tuðsamfélag í hnotskurn? Skjótum fyrst og spyrjum svo!
Guðmundur Björn, 5.8.2007 kl. 12:00
Gunnar, þú værir þá líklegast hlyntur því að nektardansstaður opnaði á Reyðarfirði til að hressa aðeins upp á kynlífssvelta álversstarfsmenn? Aldrei að vita nema að Alcoa myndi styrkja uppbyggingu "saklausrar afþreyingar" á svæðinu. Líklega hefði þetta líka ýmis margfeldisáhrif í för með sér.
Sigurður Hrellir, 8.8.2007 kl. 10:20
Hehhe.. ég væri hvorki hlyntur né á móti, Sigurður. Reyndar kom "dansflokkur" á vegum Geira í Goldfinger á Eskifjörð fyrir um tveimur árum síðan og það vakti lukku hjá töluverðum hópi útlendinga (og Íslendinga) sem vinna við að byggja álverið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2007 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.