Ég kíki reglulega á Hannes Hólmstein á blogginu og mér finnst eiginlega merkilegt að hann skuli ekki fá fleiri "hits". Í nýjustu færslu hans, Fleira ríkt fólk fer hann yfir málflutning Stefáns Ólafssonar um tekjuskiptingu í þjóðfélaginu:
"Þótt Stefán Ólafsson prófessor hafi verið iðinn að safna gögnum um tekjuskiptingu, hafa honum verið mislagðar hendur um úrvinnsluna. Skömmu fyrir síðustu þingkosningar hélt hann því til dæmis fram með skírskotun til svokallaðra Gini-stuðla, sem mæla ójafna tekjuskiptingu, að ójöfnuður hefði aukist hér langt umfram Norðurlönd og væri orðinn eins mikill og á Bretlandseyjum. En hann hafði reiknað Gini-stuðulinn fyrir Ísland rangt út. Hann átti að sleppa söluhagnaði af hlutabréfum, eins og gert er í alþjóðlegum samanburði, til dæmis í nýlegri skýrslu Evrópusambandsins. Tekjuskipting er hér svipuð og annars staðar á Norðurlöndum".
Fleiri reikningsskekkjur Stefáns......
Ég skora á alla að kíkja á þennan pistil Hannesar.
Mér finnst merkilegt ef hinn lærði maður Stefán Ólafsson geri svona mistök "óvart". Frekar hef ég trú á að það hangi eitthvað annað á spýtu karls. Nálgun hans á málinu lyktar. En þar sem Stefán er Samfylkingarmaður, þá verður fróðlegt að sjá hvort vangaveltum hans á þessum nótum linni, nú þegar hans menn eru í ríkisstjórn.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 84
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Dekrað við nauðgara í fangelsi
- Pæling III
- Bætt úr húsnæðisvanda heimilislausra: Sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaga
- ÞETTA LÍKAR MÉR..........
- Bæn dagsins...
- Orðalag og skynjun almennings
- Sjálfstæði kommúnistaflokkurinn toppar siðleysið
- Trump rústaði Carbfix verkefninu á fyrsta degi í embætti
- Ást í strætó og skortur á GPS-hrósi
- Jafnvel ESB veit það
Athugasemdir
Árni Gunnarsson, 2.8.2007 kl. 21:56
Þökk fyrir góða athugasemd Árni.
Það hugnast mér alltaf best ef menn koma fram af heiðarleika en það sýnist mér Stefán ekki gera. Sjálfur var ég vinstrimaður fram undir þrítugt eða þar til ég áttaði mig á því að hlutverki vinstrimanna í pólitík var að mestu lokið. Barátta alþýðufólks fyrir hagsmunum sínum var leidd af vinstrimönnum með ágætum árangri á síðustu öld. Ég tel að hagsmunum launafólks í dag sé best borgið innan verkalýðshreyfinga án afskipta stjórnmálamanna.
Ég er áhugamaður um bætt kjör og þau hafa verið á bullandi uppleið án áhrifa vinstrimanna sl. rúman áratug. Hugsjónin um jöfn kjör er á misskilningi byggð, þ.e.a.s. ef fólki er sama þó einhverjir verði óheyrilega ríkir, mér er a.m.k. slétt sama svo framarlega sem kjör alþýðunnar batnar.
Vinstrimenn tala um græðgisvæðingu þegar þeir ættu að fagna bættum lífskjörum. Peningar eru ekki af hinu illa þó vissulega geti menn orðið af aurum apar. Ef vinstrimenn bera hag almennings fyrir brjósti væri starfi þeirra betur varið í að kenna fólki að umgangast góðærið, því í stað þess að safna í hlöðuna þá eyðir fólk í dag sem aldrei fyrr, þar er ákveðin firring í gangi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.8.2007 kl. 01:39
Kannski er ástæðan fyrir því að síða Hannesar fær ekki fleiri gesti sú að fólki er ekki frjálst að gera athugasemdir við skrif hans.
Wilhelm Emilsson, 5.8.2007 kl. 07:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.