Í hlekkjum blekkingarinnar

Mótmælendurnir hlekkjuðu sig við veginn sem liggur upp að... Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem eru fylgjandi skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda landsins, fagni bara ekki svona uppákomum.

Annars er mig farið að þyrsta í að sjá viðtöl við þetta fólk, þar sem það er spurt um hvað það er nákvæmlega sem það er að mótmæla. Mér býður í grun að upplýsingarnar sem það hefur verið matað á hér, séu e.t.v. ekki alveg hárnákvæmar. Þeir sem hafa leitt umhverfisumræðuna af hálfu verndunarsinna, hafa ekki alltaf haft sannleikann að leiðarljósi.

  HÉR má sjá smá fróðleik um margfeldisáhrif álversins á Reyðarfirði. Einnig HÉR

hlekkir


mbl.is Mótmælum við Grundartanga hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að sjá þessa trúða í sjónvarpsfréttum í gærkvöld.  Hvað tilgangi þjónar svona vitleysa, eins og að leggjast í götuna og hlekkja sig við hvort annað, príla upp í möstur?  Allt er þetta gert í nafni náttúruverndar.  Hvaða náttúru er verið að vernda?  Halda þessir "trúðar" að við Íslendingar séum að verða náttúrulausir?   Mín vegna getur þetta lið bara andskotast heim til sín. Í það minnsta þarf þetta lið ekki að mótmæla neinu fyrir mig enda veit ég ekki frá hverjum þetta lið hefur umboð sitt?  Ég held að þessir trúðar geri bara illt verra með "aðgerðum" sínum.

Jóhann Elíasson, 19.7.2007 kl. 13:24

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er rétt (um upplýsingarnar) og því miður skipta staðreyndir litlu máli, það hefur ekkert að segja þótt samtök eins og  New Economics Foundation og Friends of the Earth, geri könnun sem nefnist "Happy planet index" þar sem ísland er í fyrsta sæti, "hamingjulistans" en í Gardian  er könnunin kynnt en þar er haft eftir "græningjum" að:

"Countries like Iceland clearly show that happiness doesn't have to cost the earth," said Nic Marks, founder of the foundation's Centre for Well-being. "Iceland's combination of strong social policies and extensive use of renewable energy demonstrates that living within our environmental means doesn't mean sacrificing human well-being."

Benedikt Halldórsson, 19.7.2007 kl. 14:38

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já Jóhann, það er slæmt þegar trúðarnir koma óorði á náttúruvernd.

Þetta er athyglisvert Benedikt og sannar fyrir mér enn einu sinni hversu mótsagnakenndar röksemdarfærslur náttúruverndarsinna eru. Ég hef fylgst mjög grant með umhverfisumræðunni undanfarinn áratug eða svo og það sem einkennt hefur umhverfisvini er að þegar eitt bullið er hrakið, sem frá þeim kemur, þá spretta tvö ný upp. Þetta er endalaus barátta við vindmillur.

Auk þess legg ég til að fundið verði nýyrði fyrir hugtakið umhverfisverndarsinni. Þetta orð hefur of göfuga merkingu til þess að hver sem er geti skreytt sig með því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.7.2007 kl. 00:44

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef verið hrifinn af þessu nafni , sem Jón Sveinsson æðarbóndi í Miðhúsum við Breiðafjörð gaf þeim, en hann kallaði þá "Umhverfis-Ayatolla"

Jóhann Elíasson, 20.7.2007 kl. 10:00

5 identicon

Hvílíkt er að heyra í ykkur umhverfissóðum að svívirða og niðurlægja þá sem bera virðingu fyrir æði fallegri náttúru okkar og reyna hvað þeir geta til að spyrna við fótum þegar ykkar líkir fara á stjá.

Það er eiginlega skammarlegt að lesa frá fullorðnu fólki svona skrif.

Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 11:21

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Arnar, á þessi athugasemd hjá þér að vera grín eða ertu svona "stropaður".

Jóhann Elíasson, 20.7.2007 kl. 12:06

7 Smámynd: Lafði Lokkaprúð

Makalaust hvað ég er ævinlega sammála þér kæri skoðanabróðir...hugtakið umhverfissinni er orðið of sjúskað fyrir minn smekk. Umhverfisofstæki á lítið skylt við umhverfisvernd og hlekkjaliðið ætti að draga nafn sitt af því fyrrnefnda.

Fannst líka kommentið þitt hjá feministafrúnni doltið fyndið - merkilegt hvað þú nærð að halda þér inni hjá henni. Lafðinni var nú hent út fyrir minni sakir...hehe. Meira kjánaprikið.

Góða helgi. 

Lafði Lokkaprúð, 20.7.2007 kl. 15:37

8 identicon

Jóhann minn !

Hver er ekki stropaður, stropaður. hver ekki stropaður upsalla

Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 00:23

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hann er rammfalskur þessi samkór álverssinna hérna. Viljið þið drita niður álverum um allt land til að leysa atvinnuleysisvandann (fyrir Pólland, Portúgal, Rúmeníu, Búlgaríu og Kína) og selja síðan súrefni á kútum þegar við erum að kafna úr menguninni?

Það verður með sama framhaldi hvort eð er eina auðlindin sem ekki verður búið að selja aurapúkum, sem aftur selja hana á okurverði, eins og fiskinn í sjónum, bankana og bráðum orkuna í jarðskorpunni og fallvötnunum.

Theódór Norðkvist, 21.7.2007 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband