Þegar gerðar voru áætlanir um margfeldisáhrif fyrirhugaðrar stóriðju á Reyðarfirði, þá voru margir sem vildu meina að áhrifin væru ofreiknuð og reyndar eru andstæðingar framkvæmdanna fyrir austan enn að tala um hve lítilsháttar þetta brölt allt sé, samanber Ómar Ragnarsson o.fl.
Áætlanir gerðu ráð fyrir því að byggt yrði um 5000 ferm. af iðnaðarhúsnæði í tengslum við fjölgun íbúa á svæðinu og aukna starfsemi og þjónustu við álver Alcoa. Í apríl síðastliðnum var ljóst að þessar áætlanir voru gerðar af mikilli hógværð. Þá var ljóst að um fjórfalt meiri umsvif yrði að ræða. Svo virðist sem enn sé að bætast við þennan fermetrafjölda því slegist er um lóðir á hafnarsvæðinu við álverið, eins og nýlegur fundur hafnarstjórnar Fjarðabyggðar ber vitni um en á fundinum var lagt til við bæjarráð að veita vilyrði fyrir eftirtöldum lóðum á hafnarsvæðinu við Mjóeyrarhöfn:
Lóð nr. 3 til Launafls,13.734 m²
Lóð nr. 4 til Vélaborgar, 6.240 m²
Lóð nr. 7 til Alcoa Fjarðaáls 10.385 m²
Lóð nr. 9 til Alcoa Fjarðaáls 7.951 m²
Lóð nr. 10 til Samskipa, 11.000 m²
Lóð nr. 12 til Eimskipa, 20.000 m²
Alls: 69 .310 m²
Þetta eru auðvitað lóðir en ekki húsnæði en ásókn hafnsækinna fyrirtækja á svæðið sem og annarra er mun meiri en reiknað var með.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 946117
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Alvöru spilling
- Er Evrópa loksins farin að snúast gegn hinu frjálsa flæði glæpa og mannssals??
- Grænlandsstjórn lítur í vestur
- Kalifornía er rekin eins og Reykjavík
- Inflúensubólusetningar og innlagnir á sjúkrahús
- Vestur.?
- Sparnarðartillögur ríkisstjórnar eru eins og megrunarkúrar
- Er fólk að leita að einhverskonar DJÚPRI VISKU eða sóar fólk tíma sínum í ringulreið og neikvæðni í fjölmiðlum?
- 9. nóvember
- Maduro & Mette
Athugasemdir
Ég held bara að ég óski þér til hamingju Gunnar. Þegar ég kom til Reyðarfjarðar í fyrrasumar þá sá ég ekki betur en að það væri búið að planta iðnaðarsvæði þar sem miðbærinn eitt sinn var. Það grillti enn í gömul og sjarmerandi hús á milli gámanna
Ef að svo fer sem horfir verður Alcoa búið að reisa eina Kringlu eða Smáralind í úthverfi (fylgir fast á eftir hverfi) Reyðarfjarðar áður en álverið hefur komist á fullt. Gott fyrir þig að þú skulir ekki sjá neitt athugavert við þessa "þróun".
Sigurður Hrellir, 20.7.2007 kl. 00:39
Svona athugasemd Sigurður, er dæmigerð hjá manni með fyrirfram ákveðna skoðun á því sem gerst hefur á Reyðarfirði. Rétt er það að svæðið í kringum smábátahöfnina sem þú kallar miðbæ er ekki kræsilegt í dag. Ýmsir voru óánægðir að BM-Vallá skyldi fá aðstöðu þarna en þegar uppbyggingatíminn er liðinn þá vona nú allir að bragabót verði gerð á þessu.
Þessi svokallaði miðbær á Reyðarfirði fyrir framkvæmdir, samanstóð af gamalli og úr sér genginni, rándýrri matvöruverslun í gamla kaupfélagshúsinu, byggt 1938 og það er ósköp lítið sjarmerandi við það hús þó eflaust hafi það tilfinningalegt gildi fyrir eldri Reyðfirðinga. Þessi matvöruverslun (síðast Samkaup) lagði fljótlega upp laupana vegna nýju verslunarmiðstöðvarinnar sem byggð var 2004-5, vegna þess að hún stóðst ekki samkeppni við lágvöruverslun Krónunnar. Reyndar hafði rekstur matvöruverslana gengið erfiðlega á Reyðarfirði í mörg ár og nokkrir rekstraraðilar á nokkrum stöðum í bænum höfðu lagt upp laupana. Þegar Búnus opnaði á Egilsstöðum, þá keyrðu Reyðfirðingar þessa 33 km. til þess að versla matvörur þar, það einfaldlega borgaði sig fyrir fólk því verðmunurinn var það mikill.
Beint á móti kaupfélagshúsinu er Gistiheimilið Tærgesen, sögufrægt, rúmlega 100 ára gamalt hús, ný uppgert og mjög sjarmerandi í dag. Áður en ákveðið var að byggja álver á Reyðarfirði, þá lá þetta hús undir skemmdum, var nánast ónýtt. Árin á undan framkvæmdum höfðu nokkrir rekstraraðilar reynt að reka gistiheimilið en flestir stöldruðu afar stutt við þann rekstur og sumir fóru illa út úr þeirri bjartsýni. Þegar ljóst var að af framkvæmdum yrði þá keypti nokkuð stöndugur athafnamaður húsið á slikk og kostaði umtalsverðum fjárhæðum (sennilega tugum miljóna) í að gera húsið upp og síðan hefur húsið verið fullnýtt sem gistiheimili.
Við hliðina á Tærgesen, er gamalt hús sem einnig var í mikilli niðurníðslu fyrir framkvæmdir, en í því var rekin áður byggingavöruverslun KHB til margra ára, en þeirri verslunarstarfsemi var hætt fyrir nokkrum árum vegna áralangs samdráttar á svæðinu. Ungur athafnamaður keypti húsið fyrir lítið fé en lagðist í miklar framkvæmdir á húsinu og breytti því í veitingastað sem rekinn hefur verið í dag í rúml. 3 ár. Þetta hús er í dag mjög sjarmerandi en bæði þessi gömlu hús hefðu sennilega ekki átt annað fyrir sér en að vera rifin ef ekki hefði komið til álver eða annað sambærilegt.
Austan megin við kaupfélagshúsið voru geymsluskemmur SR-Mjöls og þar við hliðina loðnubræðslan, sem enginn sér eftir í dag. Þessar skemmur voru flikkaðar upp af BM-Vallá og eru mun skárri ásýndum í dag en fyrir framkvæmdir.
Vetsan megin við gistiheimlið og veitingastaðinn var frystihús, síðast í rekstri hjá Skinney-Þinganesi en er nú hætt starfsemi.
Allar þær verslanir og þjónustufyrirtæki sem hafa hafið starsemi á Reyðarfirði frá því framkvæmdir hófust, gera það að verkum að Reyðarfjörður er gjörbreyttur staður og fullnægir nú þeim nútíma kröfum sem fólk gerir til nánasta umhverfis síns, sem það gerði alls ekki áður.
Stórátak hefur verið gert í umhverfismálum í þorpinu í sumar og að sjálfsögðu vilja Reyðfirðingar fallegan miðbæ. Það er von til þess í dag að svo verði en svo var ekki áður.
Þér væri hollara að spyrja þér til fróðleiks Sigurður, en ekki vera með svona sleggjudóma þegar þú hefur ekki hundsvit á því sem þú ert að tala um.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.7.2007 kl. 03:34
Ég minni á máltækið "glökkt er gests augað" en þakka samt sem áður fyrir fróðlegan pistil. Ég skal fúslega játa að ég telst varla hafa "hundsvit" á byggingarsögu Reyðarfjarðar en þó er verndun og uppbygging gamalla húsa meðal helstu áhugamála hjá mér. Ég hef hingað til helst einbeitt mér að húsunum í Reykjavík þar sem ég sjálfur bý og held raunar að ég láti Reyðfirðinga sjálfa um að sinna eigin húsum. En það er vissulega ánægjulegt ef það er verið að lagfæra gömlu húsin ykkar í upprunalegri mynd, bæði fyrir heimamenn og gesti. Vonandi verður ekki löng bið á því að umhverfi húsanna fái sanngjarna meðferð. Ég borðaði hádegismat á veitingahúsinu sl. sumar og fannst mjög ánægjulegt að sjá að innviðir hússins voru í stíl við aldur þess. Hins vegar langar fáa að gista innan um gáma og iðnaðargóss og því held ég að það þurfi að gera betur ef þið viljið fá fleiri kröfuharða ferðamenn til bæjarins.
Sigurður Hrellir, 20.7.2007 kl. 21:11
Sigurður, þetta er athyglisverð röksemd hjá þér varðandi gáma og iðnaðargóss. Ég vinn hérna á Reyðarfirði og bý á höfuðborgarsvæðinu og veit ekki að ástandið sé skárra í Reykjavík. Gámar og iðnaðargóss er fyglifiskur framkvæmda og af þessum hlutum eru borgaðir skattar og gjöld sem heldu heilu mótmælendastéttunum uppi. Einbeittu þér nú að því að taka til í Reykjavík áður en þú ferð að dæma bæjarfélög úti á landi, ástandið er ekki betra í Reykjavík, þar sem töluverð uppbygging á sér stað. Ég vil leyfa mér að benda þér á annað máltæki, þar sem talað er um steina og glerhús. Kveðja frá Reyðarfirði.
Brynjar Hallmannsson (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 09:03
Takk fyrir stuðninginn Brynjar og heilbrigða sýn á ástandið hérna.
Þú segir Sigurður að glöggt sé gests augað en hefur þú einhvern samanburð á ástandinu fyrir framkvæmdir? Vissulega eru gámar hér við höfnina enda var ein stærsta gámahöfn landsins byggð hér áður en framkvæmdir við álverið hófust. Áætlanir voru uppi um að nýta hana fyrir austurland en umsvifin urðu nánast engin og það var frekar niðurdrepandi að sjá þessa góðu aðstöðu nánast alveg ónýtta.
En eins og ég sagði áður þá standa vonir til að tekið verði á því að "skapa" fallegan miðbæ eftir að uppbyggingatímabilinu lýkur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.7.2007 kl. 15:19
Ég hef nú ekki haldið því fram að Reykjavík sé til neinnar fyrirmyndar. Hér er víða verið að byggja stórhýsi og mikið rót af þeim sökum. Ég er vissulega mjög ósáttur við ýmsar framkvæmdir sem beinlínis er verið að þröngva upp á íbúa borgarinnar svo að gremja mín beinist ekki eingöngu að framkvæmdum við virkjanir og álver.
Ég kom tvívegis til Reyðarfjarðar sl. sumar, bæði í júlí og ágúst og þar áður ekki í fjöldamörg ár, líklega ekki síðan Atlavíkurhátíðin var haldin með Stuðmönnum í fyrsta sinn. Var það 1982? Ég man ósköp lítið eftir því hvernig þá var umhorfs í bænum ykkar.
Ég geri mér ljóst að framkvæmdirnar við álverið hafa breytt miklu í samfélaginu og sumir eru ánægðir með það á meðan aðrir eru minna ánægðir eða beinlínis óánægðir. Ég talaði við eldra fólk sem bjó við hliðina á álverinu en hafði verið rekið af þeirri jörð. Þau voru ekki ánægð. Ég talaði við bóndann á Kollaleiru sem var kominn með háspennulínur skammt frá íbúðarhúsinu sínu. Hann var ekki ánægður heldur. Þið gætuð örugglega nefnt fjölda fólks sem er ánægt en það er ekki hægt að telja mér trú um að það séu allir ánægðir.
Hvað sem öðru líður þá vona ég að ykkur gangi vel að "skapa" nýjan miðbæ þegar að um hægist í öðrum framkvæmdum. Lífið heldur áfram og mikilvægt að búa sér vistlegt umhverfi.
Sigurður Hrellir, 21.7.2007 kl. 22:53
Þetta eldra fólk sem þú talar um bjó á því forna kirkjusetri Hólmum, u.þ.b. 1 km frá verksmiðjunni. Þetta ágæta fólk var löngu hætt búskap á jörðinni og jörðin Hólmar er í eigu ríkisins. Bóndinn á Kollaleiru var Guðmundur Már Beck, fyrrv. varaþingmaður Hjörleifs Guttormssonar í Alþýðubandalaginu og núverandi V-grænn. Þarf að segja meira? Það sem Guðmundur, eða Mási eins og hann er kallaður, hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum er mjög svo litað af heift í garð erlendra auðhringa. Þegar álverssamningarnir voru að komast á koppinn, þá lýsti Mási því yfir að hann myndi flytja af jörð sinni (ríkisjörð) og er hann nú fluttur til Akureyrar. Það hlálega er að hann var líklega fyrsti maðurinn í Fjarðabyggð sem hagnaðist á undirskriftinni 15. mars 2003, því hann seldi bakaranum sem bakaði stærstu köku Íslandssögunnar í tilefni samningsins, eggin í kökuna. Auk þess vann hann við húsbyggingar í þorpinu sem aukavinnu þegar uppbyggingin byrjaði. Mási er eini maðurinn á Reyðarfirði sem ég veit um, sem var á móti þessum framkvæmdum, en ég fullyrði svosem ekkert um að þeir hafi ekki verið fleiri þó mér finnist það frekar ólíklegt
Það skal tekið fram að þau 14 ár sem ég hafði búið á Reyðarfirði árið 2003 voru nýbyggingar húsnæðis hægt að telja á fingrum annarar handar.
Háspennulínurnar sem koma frá Fljótsdal til Reyðarfjarðar eru all hrikalegar og nokkuð margir íbúar hér hefðu örugglega kosið að þær hefðu verið niðurgrafnar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.7.2007 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.