Klukkaður

Ég var klukaður og þá þarf ég að segja frá einhverju af mér sem hvergi kemur fram í blogginu. Verst að það er flest sem ekki þolir dagsljósið Blush Jæja, hér er þá eitthvað af hinu.

1. Ég er 189 cm

2. Ég hef búið á mörgum stöðum í Rvk. og einnig í Grindavík, Hveragerði, Stykkishólmi, Húsavík og á Reyðarfirði.

3. Ég hef komið til 20 landa og langar að bæta umtalsvert við þá tölu. S-Ameríka og Asía koma sterkt inn.

4. Ég hef sungið einsöng á tónleikum með kór og leikið stór hlutverk í tveimur leikritum en ég held að það sé leitun að manneskju með meiri sviðsskrekk en ég hef. Ég spáði alvarlega í það á frumsýningarkvöldinu í fyrra leikritinu að láta mig detta í snarbröttum kjallaratröppunum á leiðinni upp á svið og fótbrjóta mig. Í seinna leikritinu, á generalprufunni þá fékk ég svo svakalegt svitakast að það sást á aftasta bekk. Ég var sannfærður um að ég væri kominn með alvarlegan sótthita og það yrði að hætta við sýninguna. Ég nefndi það við leikstjórann en hann sagði mér að hætta þessu rugli.

5. Ég fór á fraktara þegar ég var 21 árs og var í 3 mánuði í siglingum til Noregs að ná í áburð. Fékk sýkingu í sköflungin eftir smá skeinu og var rétt búinn að missa fótinn því sýkingin fór inn í bein.

6. Ég er var hrakfallabálkur (7-9-13) Hljóp í veg fyrir bíl þegar ég var 3gja ára og marðist töluvert en spratt á fætur og hljóp heim með bílstjórann á hælunum og mamma horfði á í losti út um eldhúsglugann. Fékk fullt af dóti frá bílstjóranum nokkrum dögum seinna. Lenti aftur fyrir bíl þegar ég var 6 ára, marðist töluvert. Annar bílstjóri, ekkert dót. Brotnað á flestum útlimum einhverntíma.

7. Tala stundum uppúr svefni, ekkert talað af mér samt (held ég) Blush Mest allt samhengislaust rugl, eins og bloggið mitt Errm

8. Ég ætla í ökukennaranám eftir áramót. Fáránlega dýrt nám sem krefst þess að ég komi til Reykjavíkur ca. 20 sinnum á tveimur árum.

9. Ég er ættaður úr Reykjavík í báðar ættir og einn forfaðir minn var bóndi á bænum Reykjavík 16 hundruð og eitthvað. Annar forfaðir minn var Dannebrogsmaður úr Engey. Einnig kvíslast báðar ættir mínar til Árnessýslu og ég tilheyri m.a. Auðsholtsætt í Ölfusi og Fellskotsætt í Biskupstungum.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband