Veðurfréttir á stöð 2

Sem landsbyggðartútta en fyrrverandi borgarbúi, þá kemst ég ekki hjá því að taka eftir hvernig veðurfréttamenn, sérstaklega á St2 túlka veðrið fyrir okkur, ALLA landsmenn. Það virðist nefnilega oft eins og það búi bara fólk á suð-vesturhorninu, sérstaklega þegar veðrið hefur verið eins gott og undanfarnar vikur, þ.e. á suð-vesturhorninu.

Ég neita því ekki að það pirrar mig svolítið þegar talað er látlaust um hvað veðrið sé gott og ekki útlit fyrir breytingar á því, þegar fólk á norður og austurlandi verður ekkert vart við blíðuna. Það er mjög eðlilegt að fjalla um veðrið oft og mikið þegar það er svona gott, en Ísland er ekki bara Reykjavíkursvæðið og þess vegna á ekki að tala um veðrið í Reykjavík eins og það eigi við um allt landið. Reyndar hef ég einnig oft orðið var við fálæti veðurfréttamanna þegar veðrið er gott annarsstaðar á landinu. Einna verst hefur mér fundist hún Soffía á st2, hvað þetta varðar.

Ég man þegar ég flutti austur 1989, þá tók ég strax eftir þessu, hvað veðurfréttamenn voru suð-vesturhorns-lægir, en að sjálfsögðu tók ég ekkert eftir þessu þegar ég bjó í höfuðborginni.

Annað sem er bagalegt hjá mörgu veðurfréttafólki í sjónvarpi, er hvernig það stendur fyrir Íslandskortinu þannig að austurhelmingur landsins sést ekki nema stöku sinnum. Það getur varla verið mikið mál að laga þetta.

004

Smá sólarglenna gerði vart við sig á Reyðarfirði í gær. Ég flýtti mér að taka mynd af henni svo ég gæti sannað það! Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband