Sir Paul McCartney vill að allir verði grænmetisætur svo hlýnun jarðar stöðvist. Gaur með patentlausnir á hreinu.
Mér finnst það voða krúttlegt þegar fólk tekur upp á allskonar sérvisku, fyrir sjálft sig. Ég á það meira að segja til sjálfur, en hef ekki fengið þessa knýjandi þörf að þurfa að breiða út fagnaðarerindið. Sumir á þeirri braut enda oft sem fagnaðarerindið sjálfir.
En það er þessi vissa sumra í hjarta sínu að VITA hvað öðrum er fyrir bestu og um leið að það sé best fyrir heildina, sem ég get ekki annað en haft efasemdir um. Það er hrokafull afstaða til lífsins og tillitsleysi gagnvart náunganum að ætla sér að segja honum hvað hann á að hugsa og gera. Sjálfskipaður Besser visser sem finnur eitthvað sem smell passar honum ætlar ekki að linna látum fyrr en hann fær meirihluta fólks með sér, til að gera eins og hann vill sjálfur. Ein birtingamynd forræðishyggjunnar.
Bítill leysir gróðurhúsavandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖRIN TIL AÐ SINNA EÐA EITTHVAÐ ANNAÐ?????
- Heilbrigt og réttlátt samfélag
- Bæn dagsins...
- Halla snúið við á mánuði
- Framtíðin er komin, og einhver vél er til sem slappar af fyrir þig
- Tæling Englands
- Sprellfyndin menning
- Draga upp ranga mynd
- Draga upp ranga mynd
Athugasemdir
Ég var einmitt að velta því fyrir mér þegar ég ók vestur um helgina og sá kindurnar á beit að þær væru verra settar en ljónin, þær þurfa að háma í sig gras allan daginn, en ljónin liggja í leti milli þess sem þau veiða. Þetta er munurinn á grænmetisætunni og kjötætunni. Frekar kýs ég að vera kjötæta.
Eitt stærsta mein vorra tíma er sá hópur fólks sem telur sig vita betur en aðrir hvað sé öðrum fyrir bestu. Við þá hef ég aðeins eitt að segja: Byrjið á sjálfum ykkur ef þið viljið bæta heiminn.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.7.2007 kl. 17:45
... er þetta ekki frekar spurning um að berjast fyrir hugsjónum sínum, heldur en að fólk viljið troða skoðunum sínum upp á aðra?... ég dáist að fólki sem nennir því... ekki hef ég nennu til að boða eða berjast fyrir því sem mér finnst að þurfi að breyta í heiminum, eða bara í mínu nánasta umhverfi...
Brattur, 11.7.2007 kl. 21:25
Ef hugsjónin þín felur í sér að hefta frelsi mitt á einhvern hátt (til dæmis að kaupa einkadans á súlustað) ert þú meinið, ekki einkadansinn. Hugsjónir margra eru einhverskonar draumsýn sem gerir öðrum lífið erfiðara.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 12.7.2007 kl. 07:28
... en svo eru hugsjónir margra og áhugi á að hjálpa fólki sem létt mörgum lífið...
Brattur, 12.7.2007 kl. 14:38
Mig langar að spyrja Gunnar Th Gunnarsson hvort hann telji e-ð annað en það að reisa á álver á Íslandi líklegt til þess að vinna gegn hlýnun jarðar.
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 20:15
Ég hef aldrei litið á álver á Íslandi sem eitthvert svar við hlýnun jarðar. Ég er reyndar þeirrar skoðunnar að áhrif mannanna á hitafar jarðar séu ýktar en burt séð frá því, þá á stöðugt að leita leiða til að minnka mengandi útblástur. Álver á Íslandi geta vissulega stuðlað að minni mengun í heiminum, en fyrr frýs í helvíti, áður en stóriðjuverksmiðjur velja sér staðsetningu út frá umhverfissjónarmiðum. Þær fara þangað sem þær fá örugga og hagkvæma orku og pólitík og atvinnuástand er stöðugt. Pólitík og atvinnuástand skiptir afar miklu máli þegar gerðir eru samningar til langs tíma. Þess vegna er Ísland ofarlega á lista fjárfesta í áliðnaðinum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.7.2007 kl. 04:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.