Fjarðabyggð tapaði í bikarnum

Ég sá ásamt Jökli, tæplega 12 ára gömlum syni mínum, síðasta hálftíma leiks Fjarðabyggðar og Fjölnis á Eskifjarðarvelli í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn tapaðist hjá okkar mönnum 3-4.

kff

 Þegar við feðgar komum til leiks var staðan nýlega orðin 2-3 eftir að Fjarðabyggð hafði minnkað forskot Fjölnismanna úr stöðunni 1-3. Heimamenn virtust sprækir en fengu svo á sig klaufamark sem skrifast á markvörðinn að mínu mati. Eftir fyrirgjöf frá hægri kanti Fjölnismanna, reyndi markvörður Fjarðabyggðar að slá boltan út úr teignum en farnaðist það verk afar illa úr hendi og boltinn datt fyrir fætur sóknarmanns Fjölnis sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði í markvarðarlaust markið og staðan orðin 2-4. Þessi annars ágæti markvörður sem að mér skilst er serbneskur, gerir fullmikið af því að reyna að kýla boltann frá marki og mætti þess í stað grípa knöttinn oftar. Hins vegar hef ég líka séð hann gera vel í því að kýla frá og tel þetta fyrirtaks markmann, nema að þetta væri þá e.t.v. veikleiki hans, þ.e. fyrirgjafir.

Fjarðabyggð lét þó ekki markið alveg slá sig út af laginu og tókst að minnka muninn að nýju eftir laglega sókn. Jöfnunarmark virtist liggja í loftinu en Fjölnismenn voru þó hættulegir í skyndisóknum sínum og úr einni slíkri áttu þeir hörkuskot í slá. Að lokum rann leiktíminn út og Fjölnismenn fögnuðu naumum sigri.

 


mbl.is Valur vann KR í vítaspyrnukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband