Eftirfarandi er frétt úr National Geographic News (5. júlí, 2007)
Hitastig á heimskautasvæðunum hefur sveiflast um allt að 15 gráður á Celsius á undanförnum 800 þús. árum, en svo hafa borkjarnar frá suðurskautinu opinberað. Það var maraþonaðgerð að bora niður á 3.260 metra í einu mannfjandsamlegasta umhverfi sem fyrirfinnst á jörðinni og einnig því afskektasta. Þessi næst lengsti ískjarni sem boraður hefur verið inniheldur lengsta tímabil sem hægt hefur verið að rannsaka út frá veðurfræði hingað til.
Á þessu 800 þús. ára dagatali sést að kaldasta tímabilið var fyrir um 20 þús. árum, eða þegar síðasta ísöld var á hátindi sínum. Hlýjasta tímabilið var hinsvegar fyrir um 130 þús. árum síðan og þá var meðalhiti 4,5 gráðum hærri en hann er nú.
Það hefur verið spáð heimsenda fyrir minni hitasveiflu en þetta.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 946115
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Vonarpeningurinn.
- Einfalt val fella 1400 tré fyrir flugöryggi
- Trump tryllir kellingarnar
- Að taka pokann sinn
- Forsetarnir fylgdu þeim elsta
- Augljósasti sparnaðurinn
- Grænlandsfárið
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖRIN TIL AÐ SINNA EÐA EITTHVAÐ ANNAÐ?????
Athugasemdir
Þessi umhverfisumræða virðist virðist vera alveg alveg út í hött, eintómar tilfinningar og mjög lítil skynsemi
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 7.7.2007 kl. 14:44
Hver ætli hafi "kolefnisjafnað" þessa sveiflu fyrir 130.000 árum síðan? Tæplega Kolviður hf. Magnað að geta borað eftir upplýsingum með þessum hætti. Hlýtur að vera gott innlegg í umræðuna um "Global Warming", sem virðist vera út um víðan völl.
Halldór Egill Guðnason, 7.7.2007 kl. 14:46
Ég er með það alveg á tæru að hitastigið hefur verið upp og niður á jörðinni í gegnum tíðina. Mannfólkið er ekki aðalorsakavaldurinn en við gætum flýtt fyrir. En við lögum ekki neitt með einhverju auglýsingaskrumi eins og "kolefnisjöfnun". En ég verð að játa að auglýsingaskrumið (kolefnisjöfnunin) er nokkuð snjallt, því það nær að rugla marga í ríminu.
Jóhann Elíasson, 7.7.2007 kl. 21:13
Já, gaman að hitta skoðanabræður á blogginu:
Hverju reiddust Goðin fyrir þúsundum ára þegar hitastigið á Grænlandi var álíka og á syðsta odda Svíþjóðar í dag. Ég bara spyr?
Eina ástæðan fyrir því að ég nenni ekki að vera aktívur efasemdamaður er sú jákvæða aukaverkun af CO2 umræðunni að rannsóknir á öðrum orkugjöfum hafa tekið kipp.
Ásgeir Rúnar Helgason, 8.7.2007 kl. 20:39
Já Ásgeir, ef maður lítur jákvæðum augum á bröltið í bókstafstrúar umhverfissinnum þá er það auðvitað það að hin sjálfsagða krafa almennings um mengunarfrítt umhverfi og rannsóknir í þá átt, er gert hærra undir höfði en ella.
En það er hálfslöpp umhverfis barráttuaðferð að standa fyrir utan verksmiðjur og mótmæla því sem þær framleiða ofan í lýðinn. Hvað ætli meðal vísitölufjölskylda stirkji áliðnaðinn mikið á ári hverju með neyslu sinni?
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.7.2007 kl. 06:35
Mér þótti gott nafnið sem Jón Sveinssson æðarbóndi á Miðhúsum við Breiðafjörð gaf bókstafs-umhverfissinnum, en hann kallaði þá "Umhverfis-Ayatolla".
Jóhann Elíasson, 9.7.2007 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.