Það kom mér á óvart þegar mér barst til eyrna í gær að síðdegisþáttur Bylgjunnar kynnti til sögunnar bréf sem þau kváðu að þættinum hefði borist frá höfundi þess. Bréfið var lesið upp og reyndist það vera bloggfærsla mín um hremmingar systur minnar í viðskiptum við ÓB-bensín. Ég hef ekkert sent þetta bréf, nema á internetið, á gthg.blog.is, þar sem það liggur opið fyrir miljarða jarðarbúa að skoða. Þetta er hinsvegar einkennileg notkun á færslunni hjá Bylgjunni. Bloggfærslan mín er allt í einu orðið bréf sem ég sendi útvarpsþætti!
ÓB-bensín er á flótta undan málinu og fá Andra Hrólfsson hjá alþjóðaþjónustu VISA sér til stuðnings. Þeir kenna um tregðu í hinum sænska viðskiptabanka systur minnar en það skýrir ekki samskonar lífsreynslu ótal annarra útlendinga, hjá allt öðrum bönkum, í viðskiptum sínum við fyrirtækið. Af hverju gerði Olís-ÓB-bensín ekkert með kvartanirnar sem rigndi yfir þá frá óánægðum viðskiptavinum sem voru komnir heim til sín til Ítalíu úr fríinu sínu, en kipptu þessu svo snarlega í lag um leið og lögfræðingur var kominn í málið? Hvar liggja peningarnir í 3-4 vikur? Hver hirðir vextina af peningunum á meðan? Að hvers beiðni gerir kortafyrirtækið 25 þús. kr. upptækt af kortum viðskiptavina ÓB-bensíns? Hvað meinar Andri Hrólfsson með því að það sem standi í framhaldi "bréfsins" séu "...mjög alvarlegar ákúrur"? Hefur sá sem er rændur ekki rétt á að vita hver rændi hann?
Helgi Seljan mætti með crew og tók viðtal við systur mína strax á mánudag en það bólar ekkert á því í Kastljósinu. Kannski er ekki nógu mikil gúrkutíð. En mál systur minnar er leyst, hún fékk peningana sína til baka á þriðja degi frá hremmingum.
Flokkur: Bloggar | 6.7.2007 (breytt 15.7.2007 kl. 10:08) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 946116
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Tími Woke þvælunnar á enda
- Rant!!
- Trump og ESB-aðildarbröltið
- Húsið brennur
- Selenskí biður um Nató-hermenn
- Höfði kemur ekki til greina í fyrirhuguðum friðarviðræðum stórveldanna um Úkraínu
- Er þessi þvæla komin í skólana á Íslandi?
- Bæn dagsins...
- Vonarpeningurinn.
- Einfalt val fella 1400 tré fyrir flugöryggi
Athugasemdir
Komu peningarnir frá Olís eða VISA?
Jóhann Elíasson, 7.7.2007 kl. 21:16
Þetta er auðvitað með ólíkindum! Vona að þessir aðilar verði látnir svara fyrir þetta og komist ekki upp með þessi undanbrögð! Ég mun svo sannarlega vara þá sem ég þekki við áður en þeir ferðast til landsins.
Aðalheiður Haraldsdóttir, 8.7.2007 kl. 11:05
Svo skilur maður auðvitað ekkert í þessari framsetningu Bylgjunnar. Og seinagangur RÚV að fjalla um þetta - af hverju stafar hann?Það toppar bara hvað annað í þessum máli.
Aðalheiður Haraldsdóttir, 8.7.2007 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.